Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2016 | 18:00

Viðtalið: Jóhannes Ottósson, GM

Fullt nafn:  Jóhannes Ottósson.

Klúbbur:   GM.

Hvar og hvenær fæddistu?  Þingeyrum, 11. janúar 1954.

Hvar ertu alinn upp? Skagafirði við hliðina á Stefán P.

Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er skoðunarmaður hjá Frumherja og bílstjóri hjá Grayline.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?  Ég er í sambúð og við eigum saman 5 börn. Mjög margir í fjölskyldunni minni sem spila golf.

Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Ég byrjaði í golfi 2011.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?  Það var vegna þess að vinnufélagi minn var í golfi – vorum að vinna saman í eftirlit – hann var í golfklúbb – þannig að ég ákvað að fara með honum út á völl.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?   Mér finnst skógarvellirnir fallegri en það er líka gaman að spila á strandvöllum.

Hvort líkar þér betur: holukeppni eða höggleikur?  Ég hef aldrei spilað í holukeppni – mér finnst skemmtilegast að spila í punktakeppni.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir þinn/þínir á Íslandi?  Þar fórstu nú alveg með það – Flúðavöllurinn (Selsvöllur) skemmtilegastur.

Frá Selsvelli á Flúðum einum uppáhaldsgolfvalla Jóhannesar á Íslandi.

Frá Selsvelli á Flúðum einum uppáhaldsgolfvalla Jóhannesar á Íslandi.

Hefur þú spilað alla velli á Íslandi – Ef ekki nefna hversu marga af þeim 62 golfvöllum Íslands, þú hefur spilað á?  Ég hef spilað á 29 völlum.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum (nema á Íslandi)? Husa, Alicante – Highland í Flórída var nú reyndar líka skemmtilegur.

Frá Husa á Alicante

Frá Husa á Alicante

Hver er sérstæðasti golfvöllur, sem þú hefur spilað á? Vík í Mýrdal – hann er mjög sérstsakur.

Vík í Mýrdal

Vík í Mýrdal

Hvað ertu með í forgjöf?  20.5.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 89 högg á par-72 velli 44 punktar á Hlíðarvelli í Mosó, 19. október 2013 (síðasti hringurinn sem spilaður var það sumar).

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?  Þegar ég vann Vetrarmótaröðina í Mosó 2013.

Hefir þú farið holu í höggi?  Nei, á það eftir.

Spilar þú vetrargolf?  Já, í Mosó.

Hvaða nesti ertu með í pokanum?   Bláan Poweraid.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?    Var mikið í frjálsum þegar ég var yngri og er enn í hestaíþróttinni (á 4 hesta).

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambasteik. Uppáhaldsdrykkur? Kaffi. Uppáhaldsbók? Kolskeggur – svarti folinn.  Uppáhaldstónlist? Karlakóratónlist. Uppáhaldskvikmynd?  Á hverfandi hveli. Uppáhaldsgolfbók?: Bættu boltaflugið eftir Jim Hardy .

Notarðu hanska, ef svo er hvaða? Já, þessi nýi frá PING, hann er geðveikt góður – hafði fram að því mest notað FJ.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?    Kvk: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL.  Kk: Tristan Snær Viðarsson, GM og Sergio Garcia.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er uppáhaldskvenkylfingur Jóhannesar.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er uppáhaldskvenkylfingur Jóhannesar.

Hvert er draumahollið?  Ég og….. (nefna 3 fylla ráshópinn): Tristan Snær, Kristinn Viðar og Steinunn Þorkelsdóttir

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?   Allt PING.  Uppáhaldskylfan er 7-an.

Hefir þú verið hjá golfkennara?  Ég er búinn að fara á dagsnámskeið hjá Óla í Pro Golf.

Hver er besti golfkennari á Íslandi? Karen Sævars er mjög góð – hún er hámenntuð í þessu.

Ertu hjátrúarfullur?  Já, Ég spila alltaf í ákveðnum bolum.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Hafa gaman af golfinu og komast undir 20 í forgjöf. Í lífinu: Að láta sér líða vel.

Hvað finnst þér best við golfið?  Útiveran.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)?    80%

Kanntu einhverja skemmtilega sögu af þér á golfvellinum eða geturðu sagt frá einhverju vandræðalegu sem fyrir þig hefir komið í golfi?: Það er fullt til. Í mótinu í gær þá gerðist eitt – þegar ég tók teighöggið skyaði ég boltann en það hefir aldrei komið fyrir mig áður og mér fannst það frekar vandræðalegt.

Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum?   Hugsa vel um það hvert verið er að slá og hvar meðspilararnir eru.