Viðtalið: Hörður Hinrik Arnarson, GK.
Viðtalið í kvöld er við Hörð Hinrik Arnarson, GK, framkvæmdastjóra golfdeildar Heimsferða og golfkennara með meiru. Hér á næstu dögum munu birtast kynningar á golfvöllum Cádiz héraðs á Spáni, sem mörgum Íslendingum er að góðu kunn, en margir hafa stigið sín fyrstu spor í golfíþróttinni á par-3 vellinum á Costa Ballena undir leiðsögn Harðar og prófað aðra frábæra golfvelli í nágrenninu í kjölfarið s.s. Arcos Gardens, Sherry Golf, Montecastillo og Novo St. Petri. Hér fer viðtalið við Hörð Hinrik:
Fullt nafn: Hörður Hinrik Arnarson.
Klúbbur: GK.
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði 9. apríl 1967.
Hvar ertu alinn upp? Ég er alinn upp í Hafnarfirði.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er kvæntur og á 3 börn og eitt fósturbarn: Dag, Einar Örn, Söru Margréti og Tinnu Alexíu. Foreldrar mínir og bræður Ívar og Lúðvík eru í golfi og af börnunum er það Sara Margrét, sem hefir verið að spila á Arionbankamótaröðinni 2011.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði í golfi 11 ára, árið 1978.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Foreldrarnir fóru út á golfvöll og svo fylgdi ég með.
Hvað starfar þú? Ég er framkvæmdastjóri hjá fyrirtæki. sem selur golfferðir.
Nú ertu yfir golfdeild Heimsferða hvaða ferðir eru vinsælastar? Það eru Spánarferðir á Costa Ballena og Novo St. Petri og svo hef ég verið að selja ferðir á Arcos Gardens. (Sjá kynningu á 21 golfvöllum Cádiz, þ.á.m. framangreindum, sem hefst á morgun, sunnudaginn 8. janúar 2012 og næstu daga hér á Golf1.is)
Hvort líkar þér betur skógar- eða strandvellir? Mér líkar betur við strandvelli, en það tengist bara rótum golfsins – maður er nær rótum golfíþróttarinnar.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Holukeppni, vegna þess að þar ertu líka kominn nær rótum golfíþróttarinnar. Golf var fyrst spilað bara sem holukeppni, þetta er þessi hreina keppni, maður á mann, sem hefir alltaf heillað mig.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Það er Hvaleyrin.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Turnberry. Ég er hrifinn af strandvöllum og mér finnst hann vera móðir allra strandvalla.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Sérstæðasti golfvöllur, sem ég hef spilað á er 9 holu golfvöllur í Rio Tinto Golf Club fyrir ofan Huelva á Spáni. Þar er allt úr leir nema flatirnar. Þetta er elsti golfvöllur á Spáni og hann varð þannig til að það var mikil járnvinnsla fyrir ofan Huelva – Bretar unnu járnið og þeir þurftu að spila golf, þannig kom það að völlurinn var byggður.
Hvað ertu með í forgjöf? 4,7
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 68 á Leirunni, 2002 og 67 á Hvaleyrinni, 2000.
Hvert er lengsta drævið þitt? Það veit ég ekki. Ég hef ekki mælt það. Ætli það sé ekki svona 370 metrar, þar sem boltinn bounce-aði á malbiki a.m.k. 100 metra.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Að hafa jafnmikla ánægju af því að spila golf og þegar ég byrjaði.
Hvaða nestu ertu með í pokanum? Samloku með skinku og osti og 1 banana.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Ég spilaði knattspyrnu með Haukum og handknattleik með Haukum og FH. Svo spila ég skák.
Hver er uppáhaldsmatur; uppáhaldsdrykkur; uppáhaldstónlist; uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmatur, já… það fer bara eftir stemmingu í það og það skipti, í augnablikinu er ég að borða mikið af indverskum mat; uppáhaldsdrykkurinn er glas af góðu rauðvíni; uppáhaldstónlistin er allt með Bob Dylan og Bruce Springsteen; uppáhaldskvikmyndin er Cinema Paradiso og uppáhaldsbókin er sú, sem ég er að lesa í augnablikinu, Gerpla eftir Halldór Laxness.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn, nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kk.: Greg Norman og Tom Watson . Kvk: Suzann Pettersen – ég sá hana mikið sem barn og ungling.
Hvað er í pokanum og hver er uppáhaldskylfan þín? Í pokanum hjá mér eru 14 golfkylfur, sem ég treysti til að bera mig á land, golfkúlur og tí. Þegar ég er á Spáni þá er ég með sólaráburð. Þegar ég var ungur maður var uppáhaldskylfan mín 8 járnið, en núna er það sandwedge 56° vegna þess að það er einfaldast að slá með því.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, en allt of lítið. Ég byrjaði hjá Þorvaldi Ásgeirssyni.
Ertu hjátrúarfullur? Nei, ég er það ekki. Ég þarf bara að vera með 14 kylfur og golfkúlu og síðan nota ég vísindalega rökhyggju í öllum mínum golfleik og ekkert helvítis kjaftæði.
Hversu stór hluti golfsins hjá þér telur þú að sé andlegur í prósentum talið, þegar þú ert að keppa? Svona 8o%.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og hvert er meginmarkmið í lífinu? Meginmarkmið í golfinu er að komast aftur niður í 1 og hafa áfram gaman af því að spila golf. Meginmarkmiðið í lífinu er að njóta lífsins með fjölskyldu og góðum vinum.
Hvað finnst þér best við golfið? Bara það hversu margt í golfinu tengist lífinu.
Ertu með eitthvað gott ráð, sem þú getur gefið kylfingum? Já, að njóta dagsins.
Finnst þér að 18 ára og yngri eigi að fá að nota fjarlægðamæla í mótum? Nei, vegna þess að það er bannað í mótum atvinnumanna og stærstu alþjóðlegu keppnum. Við eigum að halda okkur við þær reglur sem eru í gildi í golfheiminum.
Ef þú mættir velja 3 kylfinga myndir þú vilja spila með, hverjir væru það – lífs eða liðnir? Greg Norman, Tom Watson og Lee Trevino.
Að síðustu:
Spurning frá síðasta kylfingi sem var í viðtali hjá Golf 1 (Steinunni Sæmundsdóttur, GR): Notarðu þjónustu íþróttasálfræðinga?
Svar Harðar Hinriks: Nei, ég geri það ekki.
Geturðu komið með spurningu fyrir næsta kylfing, sem Golf 1 tekur viðtal við?
Hvort færðu þér að borða fyrir eða eftir hring?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024