
Viðtalið: Gunnar Sandholt, GSS.
Fullt nafn: Gunnar Magnús Sandholt.
Klúbbur: GSS.
Hvar fæddistu? Reykjavík, 12. ágúst 1949.
Hvar ertu alinn upp? Reykjavík.
Fjölskylduaðstæður? Er einhver í fjölskyldunni, sem spilar golf? Ég er einstæður faðir með 19 son – Sonurinn var í golfskóla, hann spilar stundum með félögunum .
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Svona 2002-3.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Heilablóðfall. Eftir að ég fékk það byrjaði ég að leita eftir einhverrju nýju til að hreyfa mig.
Hvað starfar þú? Ég er félagsmálastjóri Skagafjarðar.
Hvort kanntu betur við skógar- eða strandvelli? Skógarvelli.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Holukeppni.
Hver er ppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Hlíðarendi á Sauðárkróki – ég þekki hann best og líkar best við hann í samanburði við aðra sem ég hef spilað á.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Veit það ekki.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Sérstæðasti golfvöllur sem ég hef spilað á er golfvöllurinn í Vopnafirði. Hann er mjög skondinn vegna sérkennilegs landslags.
Hvað ertu með í forgjöf? 25,6
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Á Hlíðarendavelli – en ég man ekki hvað það var – þyrfti að fletta því upp 98-99 minnir mig.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Að hafa klárað 17. júní mótið á Skagastrandarvelli 5° hita og 25 m/sek í Norðanroki og ná samt að bæta mig um 11 högg milli fyrri og seinni hluta hringsins.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Vatnsflösku – Prins póló stöku sinnum og banana.
Hefur þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Í gamla daga var ég í handbolta með áhugamannafélag utan deilda, KFUM.
Hver er uppáhaldsmatur, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn minn er folaldasteik eða góður þorskur; uppáhaldsdrykkur: gamalt Single Malt Whiskey vel aldrað og eikað; Uppáhaldstónlist: ég hlusta mest á klassík; uppáhaldskvikmynd? Bíódagar (sú síðasta sem ég sá verður betri og betri hvert skipti – búinn að sjá hana 4 sinnum; uppáhaldsbók: Sú sem ég les hverju sinni – Njála eða Biblían les þær oftast og verð aldrei leiður á þeim.
Hver er uppáhaldskylfingur þinn; nefndu 1 kven- og 1 karlkylfing? Kvk.: Kristbjörg Kemp Kk.: Tiger Woods og Guðni Kristjáns. Kylfingar sem ég spila mst með hjá GSS (geri ekki upp á milli þeirra).
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Í pokanum hjá mér er lungi úr setti sem ég fékk og veiðistöng og handhæg litprentuð útgáfa af golfreglum. Kylfan sem er í uppáhaldi er dræverinn – Toppflight – kvendvergadræver, sá fyrsti sem mér gekk vel að slá með.
Hvert er meginmarkmið í lífinu? Að láta eitthvað gott af mér leiða og koma börnum mínum til manns.
Hvað finnst þér best við golfið? Félagsskapurinn, útivistin og hreyfingin.
Spurning frá síðasta kylfing (Árnýju Lilju Árnadóttur, GSS), sem var í viðtali hjá Golf 1:
Ertu með birdiepela í pokanum? Svar Gunnars: Nei.
Getur þú komið með spurningu fyrir næsta kylfing sem Golf 1 tekur viðtal við?
Spurning Gunnars: Hefur þú einhvern tímann verið meira en 6 tíma í golfi?
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023