Finnbogi Haukur Axelsson, GOB.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2011 | 15:00

Viðtalið: Finnbogi Haukur Axelsson, GOB.

Hér á eftir fer viðtal við Finnboga Hauk Axelsson, sem starfaði í golfskála GOB s.l. sumar:

Fullt nafn: Finnbogi Haukur Axelsson.

Klúbbur: GOB.

Hvar fæddistu? Í Reykjavík  15. apríl 1983.

Hvar ertu alinn upp? Á Seltjarnarnesinu.

Fjölskylduaðstæður – er einhver í fjölskyldunni sem spilar golf?  Ég er einhleypur – foreldrar mínir,  Axel Þórir Friðriksson og Kristín Finnbogadóttir eru í golfi en svo á ég 3 systkini sem spila ekki golf. Yngsti bróðir min byrjar kannski, er sem stendur í hand-og fótbolta, hin nenna þessu ekki.

Hvenær byrjaðir þú í golfi? Fyrir 10 árum síðan,  en ég hef aldrei tekið af neinni alvöru þátt fyrr en núna. Fiktaði kannski hér áður fyrr meira við þetta.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?  Ég hætti í handbolta og fótbolta, var í  Gróttu  og vantaði eitthvað annað.

Hvað starfar þú? Ég starfa í golfklúbbi Bakkakots í sumar og fram á haust.

Hvað er meira í uppáhaldi hjá þér skógar- eða strandvöllur?   Skógarvöllur.

Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Höggleikurinn er skemmtilegri, ja þetta er álíka skemmtilegt það er bara meira „challenge“ í höggleik. Maður þarf allan tíma að vera að hugsa.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Geysisvöllur. Það er gaman að labba meðfram ánni –  Þegar ég spilaði völlinn fannst mér vera svona um 30 stiga hiti, það var a.m.k. glampandi sól. Völlurinn er gríðarlega skemmtilegur þótt hann sé erfiður.

Uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum?  TPC Sawgrass.

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Geysisvöllur út af umhverfinu fannst mér alveg magnað að vera þarna sérstaklega út af ánni. Svo er hverinn líka fallegur í baksýn.

Hvað ertu með í forgjöf?  19.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því?  78 á Ventura Country Club, Orlando Florída 6 bogeyar, allt hitt pör – par 70 – mulligan inn í þessu – víti inn í þessu líka.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?  Ég krækti einu sinni fyrir holu í höggi en boltinn rúllaði 1 metra í burtu, á Benidorm ,á Spáni.

Hvaða nesti ertu með í pokanum?  Poweraid, ég borða yfirleitt áður en ég fer út á völl, en í pokanum er líka stundum banani og rúnstykki.

Hefur þú tekið þátt í öðrum íþróttum?  Já, handbolta með Gróttu og fótbolta með KR.

Hver er uppáhaldsmatur, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbókin þín?  Uppáhaldsmaturinn er  hamborgarahryggurinn hans pabba, uppáhaldsdrykkur er kók í dós, uppáhaldstónlist, tja mér finnst Gullbylgjan langskemmtilegust og X-ið en er voðalítið með einstaklinga í hausnum í sambandi við tónlist. Uppáhaldskvikmyndin mín breytist á vikufresti ég segi bara „Requiem for a dream“ og ég hef ekki lesið bók síðan ég veit ekki hvenær, á enga uppáhaldsbók.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn? Nefndu 1 kven- og 1 karlkylfing. Kvk: Ragnhildur Sigurðardóttir, GR.  Kk.: Phil Mickelson

Hver er uppáhaldskylfan þín?  5-tréð og sandwegdið þau virka eins og draumar.

Ertu hjátrúarfullur? Stundum – er það ekki óþægilegt að „jinxa“ hlutina.

Meginmarkmið í lífinu? Hafa gaman af því.

Hvað finnst þér best við golfið? Ánægjan af því að hafa klárað góðan hring skila inn góðu skori og félagsskapurinn og umhverfið.

Hvað er í pokanum hjá þér? Nike pútter – Callaway tré – Nota ekki dræver ennþá – gömlu járnin hans pabba.

Geturðu komið með spurningu fyrir næsta kylfing, sem Golf 1 tekur viðtal við?

Spurning Finnboga: Hvaða högg áttu erfiðast með að slá?