Viðtalið: Erna Guðmundsdóttir, GMS
Í gær, á Jónsmessudag, var Golf 1 á ferð í Stykkishólmi þar sem fram fór 3. mótið á Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Í skálanum var kona nokkur að hamast við að færa inn skor keppenda og afhenti síðan sigurvegurum mótsins verðlaunapeninga ásamt formanni mótanefndar Kjartani Páli Einarssyni. Viðtal kvöldsins er við þennan klúbbfélaga Golfklúbbsins Mostra:

Kjartan Páll Einarsson, GMS og Erna Guðmundsdóttir, GMS að afhenda keppendum á 3. móti Áskorendamótaröð Íslandsbanka verðlaunapeninga sína, 21. júní 2014. Mynd: Golf 1
Fullt nafn: Erna Guðmundsdóttir.
Klúbbur: GMS.
Hvar og hvenær fæddistu? Í Reykjavík, 27. maí 1957.
Hvar ertu alin upp? Í Reykjavík.
Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er framhaldsskólakennari.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Já við erum 3 í heimili og höfum öll spilað golf, en sonurinn er svona nánast hættur, farinn að vinna á golfvellinum.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Fyrst fyrir 17. árum – eftir stutt námskeið hjá Sigurði Hafsteinssyni.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Mig langaði.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Ég er mikið fyrir skjól þannig að mér líkar betur við skógarvelli.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Höggleikur.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Skemmtilegasti völlur sem ég hef spilað er völlurinn í Borgarnesi, Hamarsvöllur, Svo er völlurinn á Hvolsvelli líka gífurlega skemmtilegur.

Frá Hamarsvelli, einum uppáhaldsgolfvalla Ernu Guðmundsdóttur á Íslandi. Mynd: GB
Hefir þú spilað alla velli á Íslandi? Nei, örfáa.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? La Finca í Andalucia, á Spáni.

Frá La Finca á Spáni. Mynd: Golf 1
Hvað ertu með í forgjöf? 35.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Ég man ekki hvað eða hvar það var en held að það hafi verið hér á Víkurvelli.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Ég er að lækka mig núna – ég er að ná meiri árangri.
Hefir þú farið holu í höggi? Nei, ég á það eftir!
Spilar þú vetrargolf? Já, þegar veður leyfir þá getum við spilað á Víkurvelli – við spilum eins lengi og veður leyfir á haustin líka.

Hún er falleg 6. flötin á Víkurvelli! Erna segir félaga í GSM spila eins lengi og veður leyfir fram á haustin. Mynd: Golf 1
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Yfirleitt ekki neitt.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já aðeins í blaki – svo var ég í handbolta sem krakki.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ýsa ; Uppáhaldsdrykkur? Vatn Uppáhaldsbók? Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson; Uppáhaldstónslist? Ég er hrifin af Janis Ian (Fyrir þá sem ekki þekkja þessa frábæru söngkonu þá er hægt er að hlusta á þrjú af þekktari lögum Ian með því að SMELLA HÉR:) með því að SMELLA HÉR:) og með því að SMELLA HÉR: ) Uppáhaldskvikmynd: Breakfast at Tiffanys; Uppáhaldsgolfbók: Ég sæki efni á YouTube og les um golf á netinu.
Notarðu hanska? Ef ég er með hanska er ég með Footjoy en í sumar hef ég enn ekki notað hanska – finnst það bara óþægilegt
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kvk: Michelle Wie; Kk: Phil Mickelson
Hvert er draumahollið? Ég og það holl sem ég er í hverju sinni.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Ping og 5-tréð.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, nokkrum þ.e. Sigurði Hafsteinssyni , Maríu Guðna (sem er frábær – reynslubolti sem kennari) og Einari Gunnarssyni, sem nú kennir úti í Vestmannaeyjum.
Ertu hjátrúarfull? Nei.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Að njóta þess á meðan maður getur og hafa gaman – það eru forréttindi að leika sér í golfi, jafnvel bara ein með fuglunum úti á velli
Hvað finnst þér best við golfið? Félagsskapurinn og útiveran og keppnin við sjálfan sig.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? 70%
Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Bara að hafa gaman – njóta þess að vera í golfi!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
