Viðtalið: Axel Rudolfsson, GR.
Viðtalið í kvöld er við frábæran kylfing, Axel Rudolfsson. Hann spilar mikið golf jafnt sumars sem veturs og er oftar en ekki í efstu sætum í opnum mótum. T.a.m. sigraði Axel á Opna Vetrarmóti Korpunnar, 12. nóvember 2011. Hér fer viðtalið:
Fullt nafn: Axel Þór Rudolfsson.
Klúbbur: Golfklúbbur Reykjavíkur.
Hvar og hvenær fæddistu? Reykjavík, 22. júní 1963.
Hvar ertu alinn upp? Í Reykjavík.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er einhleypur. Dóttir mín var í unglingastarfi GR, en spilar nú orðið lítið sem ekkert. Enginn annar í minni nánustu fjölskyldu spilar golf.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Rúmlega tvítugur sveiflaði ég fyrst golfkylfu, gekk í GR fyrir 20 árum.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Vinirnir voru að spila, ég var plataður með.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Strandvelli, enda vanari þeim. Þó er stöku skógarvöllur mjög heillandi.
Hvað starfar þú/í hvaða námi ertu? Sjálfstætt starfandi verkfræðingur.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Höggleikur, þar sem hvert högg telur. Holukeppni er mun skemmtilegri en punktakeppni.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? 1. Grafarholt, 2. Korpa, 3. Vestmannaeyjar, 4. Grindavík.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Flottasti völlur sem ég hef spilað er Juliette Falls Florida, hann er dálítið uppáhalds.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Háagerðisvöllur Skagaströnd. Out of Bounds og kafaröff mikið í leik, flatirnar litlar og mjög mikið landslag í sumum þeirra. Skemmtilega sérstæður sveitavöllur.

Frá Háagerðisvelli á Skagaströnd – sérstæðasta golfvelli sem Axel hefir spilað. Myndin er tekin í janúar 2010. Mynd: Golf 1
Hvað ertu með í forgjöf? 6,2.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 72 á Grafarholti.
Hvert er lengsta drævið þitt? 301 metri á 6. holu í Leirunni.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Ísl.meistari 35+ 3. fl. 2003 eða ABC bikarmeistari 2010.
Hefir þú farið holu í höggi? Nei, ekki ennþá.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Vatn, orkustykki og banana.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Hlaup, fimleikar og fótbolti. Er núna í ræktinni á veturna.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn er: Hamborgarahryggur. Uppáhaldsdrykkur er: Chivas Regal viskí. Uppáhaldstónlist er: ELO, Queen, Eagles og allt sem Siggi Hlö spilar í útvarpi. Uppáhaldskvikmyndin er: The Shawshank Redemption og Lord of The Rings er uppáhaldsbókin.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Annika Sörenstam og Phil Mickelson.
Hvert er draumahollið? Ég, Phil Mickelson, Rory McIlroy og Helgi Þórisson.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Pútter:Ping G2i Craz-e. Wedge: Tour Edge 60°, Ping Tour-s 56° og 52°. Járn 9-5: Mizuno MP-59. Hybrid: Ping G10 21°, Tour Edge 18°. 3-tré: Ping G5. Driver: Ping i20 9,5° með Project X 6.0 skafti. Uppáhaldskylfan er pútterinn.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Ef já hverjum? Nokkrir tímar hjá David Barnwell, einn tími hjá Röggu í stutta spilinu, þar áður hjá Sigga P.
Ertu hjátrúarfullur? Nei, ekki get ég sagt það.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Hafa gaman af báðu, forgjöfina niður í 4,5 og lífið í góðan farveg.
Hvað finnst þér best við golfið? Hvað reynir bæði á huga og hönd og samspil þeirra. Félagsskapurinn og keppnin eru líka mikilvægir þættir.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? Erfitt að meta, tel þó að andlegi þátturinn sé stærri hlutinn, ca. 60/40
Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum almennt? Hafa gaman af golfi sama hvernig gengur, þá kemur áhuginn og árangurinn í kjölfarið.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024



