Japanski kylfingurinn Ryo Ishikawa, spilaði með Alþjóðaliðinu í Forsetabikarnum 2011 og tók þátt í Thailand Golf Championship í desember 2011.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2011 | 07:00

Viðtal við Ryo Ishikawa fyrir Forsetabikarskeppnina

Dagana 14.-20. nóvember fer fram í Ástralíu Forsetabikarskeppnin í Royal Melbourne golfklúbbnum. Þar keppa Bandaríkjamenn við Alþjóðaliðið, þ.e. heimsúrval frá öllum ríkjum heims nema Evrópu. Meðal þeirra síðustu til að mæta á æfingu var japanski kylfingurinn Ryo Isikawa, fyrirliða Alþjóðaliðsins, Greg Norman, til lítillar ánægju.

Nánast við komuna til Ástralíu var tekið eftirfarandi viðtal við Ryo í Royal Melbourne golfklúbbnum:

SP. Ryo, fyrst af öllu hvernig fannst þér golfvöllurinn? Þetta er í fyrsta sinn, sem þú ert hér og  þú ert í fyrsta ráshóp með Ernie (Els) á morgun, hversu spenntur ertu að spila með honum? 

RYO ISHIKAWA: Ég spilaði völlinn í fyrsta skipti í gær og mér finnst flatirnar mjög erfiðar. Hvað viðkemur pöruninni á morgun, þá er ég mjög ánægður að Ernie er með mér því hann þekkir völlinn mjög vel og hann segir mér margt um hann, hvernig eigi að spila hann og hvert leikplanið sé, þannig að ég er mjög ánægður að spila með honum.

 

Sp. Getur þú sagt okkur frá þessu sunnudags/mánudags atviki – hvernig stóð á því að þú mættir svo seint hingað?

RYO ISHIKAWA:  Fyrst var á dagskrá hjá mér að koma hingað á þriðjudaginn og spila æfingahring. En fluginu mínu seinkaði og ég átti að fá flug hingað mánudagsnóttina, en það flug var afboðað, þannig að ég varð að taka annað flug.

Skv. upphaflega planinu ætlaði ég að spila í japönsku móti á sunnudag og næsta mánudag ætlaði ég að pakka og fara. En fluginu var seinkað og þess vegna kom ég of seint. En ég spilaði þennan völl og ég veit að þetta er í fyrsta sinn, en ég er tilbúin að fara þarna út í dag.

 

Sp. Þetta er 2. Forsetabikarsmótið þitt – hvað er á dagskránni hjá þér?

RYO ISHIKAWA: Það er  sem tíminn hafi flogið frá síðasta Forsetabikar. Þetta eru tvö ár núna. En s.l. tvö ár hef ég fengið mikla reynslu heima og ég er ánægður með hvar ég er staddur (á ferlinum) núna. Ég er líka ánægður að Norman er fyrirliði og ánægður að spila hér.

 

Sp. Er munur að vera valinn af fyrirliðanum eða ávinna sér sæti í liðinu?

RYO ISHIKAWA: Fyrir tveimur árum var ég 18 ára og mjög stressaður að spila í Forsetabikarnum í fyrsta sinn. En síðan þá hef ég spilað á svo mörgum mótum; en ég veit að reynsla mín og hæfileikar eru ekki nógu góðir enn sem komið er. En samanborið við fyrir 2 árum síðan þá er ég betri þannig að ég er ánægður með hvar ég er staddur í augnablikinu.

 

Sp. Það eru svo margir golfvellir með „hundslappir“ til hægri og vinstri þar sem reynir á dræv-hæfileikana, ertu stressaður hvað það varðar?

RYO ISHIKAWA: Nú, þessi keppni snýst ekki um mig, þetta er liðakeppni, þannig að það er í forgangi hjá mér (að vera hluti af liðinu).  Ég hef ekki mikla reynslu af því að spila völlinn, en ég er ánægður að Ernie er í liði með mér og hann á eftir að segja mér margt um völlinn. Ég veit að mig langar til að nota dræver á teig, en veistu, stundum er þessi völlur svo erfiður ef brautir eru ekki hittar. Ef maður lendir í karganum, er erfitt. Til að spila völlinn vel, þá eru járnin og pútterinn lykillinn og því ætla ég að einbeita mér að.

 

Sp. Með frábæran feril þinn í Japan, hversu mikilvægt var það fyrir þig eftir heimsmótið í Ohio að keppa við Bandaríkjamenn og vita að þú gætir sigrað þá?

RYO ISHIKAWA: Golf í Bandaríkjunum er besta golfið í heiminum í augnablikinu. En hvað Evrópu og þ.m.t. Ástralíu snertir þá fylgja þeir Bandaríkjunum eftir og þessi Forsetabikar hefir mikla þýðingu fyrir Alþjóðaliðið þ.e. að sigra gegn Bandaríkjunum, það er mikilvægur þáttur. Það er mikilvægt fyrir Alþjóðaliðið að yfirstíga nokkrar hindranir og sigra bandaríska liðið, kannski það hjálpi til við alþjóðlega útbreiðslu golfíþróttarinnar.

 

Sp. Fékkstu einhver ráð frá Hr. Norman, þar sem þú ert í fyrsta ráshóp og hver eru viðbrögð þín við því? 

RYO ISHIKAWA: Hr. Norman fylgdist með mér og Ernie nokkrar holur og hann ráðlagði mér hvernig ég ætti að aðlagast vellinum nokkrum sinnum.

Ég hef ekki talað við Hr. Norman eftir að paranirnar urðu kunnar, þannig að ég veit ekki, en fyrst hann setti mig í fyrsta ráshóp, þýðir það bara að ég fer þarna út og sigra. Ég vona að mér gangi vel.

 

Sp. Þessi völlur er hannaður af Alister MacKenzie sem hannaði Augusta; er eitthvað sem er líkt með Augusta?

RYO ISHIKAWA: Ég og Ernie og fyrirliðinn töluðum um þetta og þessi völlur er hannaður þannig að maður ræðst ekki beint á pinnann, maður verður að láta flatirnar vinna fyrir sig vegna þess hversu bylgjandi þær eru.  Þannig að þetta er svipað og í Augusta ef vellirnir eru bornir saman.

 

Sp. Í gær í Crown Casino, í japanska kynningarbásnum, hversu stoltur varstu og hvað þýðir það fyrir þig að vera lánsfulltrúinn?

RYO ISHIKAWA: Það var síðast í Forsetabikarnum í Ástralíu 1998  (að Japanir áttu sína fulltrúa) Joe Ozaki og Shigeki Maruyama, sem áttu sinn hlut í sigri Alþjóðaliðsins og nú er ég hér og er ánægður að vera ég. Og á topp-10 Forsetabikarslistanum voru 3 Kóreanar sem hlutu sjálfkrafa keppnisrétt. Þar sem ég er frá Asíu þá verðum við bara að vinna þá. […]

 

Sp. Hversu mikilvægur er vöxtur golfíþróttarinnar í Japan, Kína og Kóreu: skiptir Forsetabikarinn máli í því tilliti? 

RYO ISHIKAWA: Hvað varðar vinsældir golfíþróttarinnar og fjölda kylfinga þá er lítið af hvorutveggja í Kína samanborið við Kóreu og Japan. En ef við spilum vel í Forsetabikarnum er hugsanlegt að golf verði vinsælla í Asíu. Vonandi er að asísku kylfingarnir setji sér að markmiði að spila í Forsetabikarnum í framtíðinni. Það myndi færa asíska kylfinga á hærri stall í framtíðinni.

 

Sp. Hvað þekkir þú til áströlsku  golfíþróttarinnar og stuðningsmanna hennar og hvaða áhrif hefir það á þig?

RYO ISHIKAWA: Ég veit að í síðustu viku var Opna ástralska og að ástralska PGA mótið á eftir að fara fram og í desember er keppt í Masters. Ég veit að það er mikið af stuðningsmönnum í Ástralíu og áhuginn er mikill og ég ætla að fylgjast vel með þessu.

 

Sp. Ég veit að meginmarkmið þitt er að eiga hlut í sigri Alþjóðaliðsins, en síðast varstu að tala um að komast nálægt (árangri) þeirra bestu í liðinu. Hvert er meginmarkmið þitt í vikunni?

RYO ISHIKAWA: Ég hef talað við margt af leikmönnunum og í dag sá ég Ernir spila og fannst hæfileikar hans virkilega góðir. Samanborið við hann (og hina) eru hæfileikar mínir ekki eins góðir.  En, veistu, í augnablikinu, finnst mér eins og samanborið við síðasta ár, að ég sé einn af (hópnum).  Þannig að meginmarkmið mitt er að eiga þátt í sigri Alþjóðaliðsins.

 

Sp. Þú ert spilafélagi Ernie; verður þú ekki að fara á barinn með honum og fá þér einn eftir hringinn?

RYO ISHIKAWA: Nú, í þessari viku, á hverju kvöldi, geri ég mikið af hlutum síðla kvölds, það er bara hluti af Forsetabikarnum.