Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2014 | 14:00

Viðtal við Rory eftir sigurinn á Opna breska – Myndskeið

Eftir sigurinn á Opna breska sat Rory blaðamannafund. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Meðal þess sem Rory sagði var hann væri afar stoltur af því að sitja þarna og verða búinn að vinna 3. risamótið 25 ára og kominn með 3/4 hluta af Career Grand Slam-i (þ.e. búin að sigra á 3 af 4 risamótum).

Það hefði verið eins gott að vera með 6 högga forskot fyrir lokahringinn því sótt hefði verið að honum og margir hefðu saxað á forskot hans þ.e. aðallega auðvitað Rickie Fowler og Sergio Garcia, þannig að í lokinn munaði aðeins 2 höggum.

Rory sagðist ætla njóta þess að vera með Claret Jug (verðlaunabikar Opna breska) í vörslu sinni 1 ár og ætlaði að halda upp á sigurinn með því að drekka fínt rauðvín úr bikarnum – það hlyti bara að finnast gott rauðvín.

Annars sagði Rory ætla að halda upp á sigurinn í faðmi fjölskyldu og vina.

Sjá má lokastöðuna á Opna breska með því að SMELLA HÉR: