Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2015 | 11:30

Viðtal við Rickie Fowler fyrir Farmers Insurance mótið – Myndskeið

Rickie Fowler er einn þeirra sem þátt tekur í Farmers Insurance mótinu í La Jolla í Kaliforínu, en það er mót vikunnar á PGA Tour.

Fowler hefir ekki gengið sem best undanfarið; varð m.a. í 66. sæti í Abu Dhabi, en þetta var í fyrsta sinn sem hann tók þátt í Miðausturlandasveiflu Evrópu- túrsins.

Hann tók líka þátt í Waste Management Phoenix Open á PGA Tour og þar átti hann m.a. glæsilegt arnarpútt á 2. hring – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Á Phoenix Open varð Rickie T-46 og var með skor upp á 3 undir pari 281 högg (70 72 72 67).

Í viðtalinu sem tekið var við Rickie fyrir Farmers Insurance Open, segir hann m.a. frá vinnu sinni með Butch Harmon í að bæta púttin hjá sér.

Hér má sjá myndskeiðið af viðtalinu við Rickie Fowler SMELLIÐ HÉR: