
Viðtal við Paul Casey, sem var í 3. sæti á Chevron
Hér á eftir fer viðtal blaðafulltrúa PGA við Paul Casey, eftir hring hans á Chevron World Challenge, sem tryggði honum 3. sætið:
Blaðafulltrúinn: Paul lýstu þessari skrítnu viku hjá þér.
PAUL CASEY: Yeah, ég meina fyrsta hringinn var einbeitinginn á golfsveiflunni. Eins og þið vitið þá stendur okkur strákunum, þ.á.m. mér lítill tími til boða í fríinu. Ég vann að sveiflunni með Costas í síðustu viku. Fór þarna út og spilaði með þeirri (nýju) golfsveiflunni. Það er ekki hægt að gera það á neinum golfvelli og alls ekki Sherwood. Það er ansi tricky. Það endurspeglaðist í skorkorti mínu. S.l. 3 dagar hafa verið mjög góðir.
Sp. Fannst þér eins og þú værir á einhverjum tíma (í gær) nógu nálægt því að vera með pressu (á forytusauðina)?
PAUL CASEY: Ég leit ekki á skortöfluna fyrr en á 16. braut. Ég sló yndislegt högg með 4-járninu sem lenti stutt frá flötinni en rúllaði ekki inn á flöt. Ég vildi setja þetta pútt niður. Mér fannst eins og ef ég hefði náð því þá myndi það hafa komið mér í 6 (undir par) Er það ekki rétt? Og ég vissi að pinnastaðsetning yrði stutt á 18., 17. Hver veit? Ég gæti hafa sett nokkra í viðbót (fugla) niður og komið í hús á 7, 8 (undir pari).
Sp. Rétt, sem er þar sem þeir voru (forystusauðirnir)
PAUL CASEY: Yeah.ég hugsaði ekkert of mikið um það. Þó að ég segði að ég hefði ekki spilað með nýju sveiflunni s.l. 3 daga barðist ég enn við það. Ég var ekki með það spil sem ég vildi hafa, en ég er reyndar mjög ánægður að halda út og vera með góða golfvallarstjórnun og alla hina þættina sem ég varð að vera með fyrst ég var ekki að slá vel. Ég er virkilega ánægður.
Sp. Þú þekkir völlinn líka. Heldur þú að það hafi hjálpað til?
PAUL CASEY: Yeah, ég held að það geri það. Ég veit hvert ég á að slá og hvert á ekki að slá hér sem er allt eins mikilvægt. Það er mikið af svæðum á þessum golfvelli, t.d. ef maður slær á vitlausa hlið þá er ómögulegt að ná boltanum upp eða ómögulegt að pútta. Ég veit ekki hversu marga velli sem þessa ég hef spilað. E.t.v. 5. Ég yrði að líta í skrárnar. Það hjálpar til. Það er þægindartilfinning sem kemur yfir mann að standa á teig þarna.
[…]
PAUL CASEY: Þetta er völlur sem mér finnst gaman að spila. Áhangendurnir eru frábærir. Ég meina, allur staðurinn, öll vikan, þetta er yndisleg vika.
Sp. Getur þú notað s.l. 3 daga sem stökkbretti fyrir keppnistímabilið sem er að ganga í garð?
PAUL CASEY: Yeah. Ég verð að nýta allt það góða sem gerðist í dag – s.l. 3 daga – eftir að ég var á 79 höggum (fyrsta dag). Yeah, maður verður bara að byggja á þessu fyrir næsta keppnistímabil. Það er frábært að þetta ár er að líða. Þetta hefir verið pirrandi keppnistímabil fyrir mig og ég hlakka til næsta árs nú þegar. Ég verð að spila í Dubai í næstu viku. Ég flýg þangað – tek 16 1/2 tíma flugið núna á mánudaginn (í dag).
Sp. Hvað segir þú um byrjun árs 2012 (þ.e. hvað verður þú að gera þá)?
PAUL CASEY: Ég verð í Suður-Afríku. Ég vann Volvo Championship í Baharain. Við verðum á því móti í ár eða á því næsta, 2012. Þannig að ég fer þarna og spila í Miðausturlöndum og svo verður fyrsta mótið mitt í Bandaríkjunum holukeppni.
Heimild: PGATour.com
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?