
Viðtal við Paul Casey, sem var í 3. sæti á Chevron
Hér á eftir fer viðtal blaðafulltrúa PGA við Paul Casey, eftir hring hans á Chevron World Challenge, sem tryggði honum 3. sætið:
Blaðafulltrúinn: Paul lýstu þessari skrítnu viku hjá þér.
PAUL CASEY: Yeah, ég meina fyrsta hringinn var einbeitinginn á golfsveiflunni. Eins og þið vitið þá stendur okkur strákunum, þ.á.m. mér lítill tími til boða í fríinu. Ég vann að sveiflunni með Costas í síðustu viku. Fór þarna út og spilaði með þeirri (nýju) golfsveiflunni. Það er ekki hægt að gera það á neinum golfvelli og alls ekki Sherwood. Það er ansi tricky. Það endurspeglaðist í skorkorti mínu. S.l. 3 dagar hafa verið mjög góðir.
Sp. Fannst þér eins og þú værir á einhverjum tíma (í gær) nógu nálægt því að vera með pressu (á forytusauðina)?
PAUL CASEY: Ég leit ekki á skortöfluna fyrr en á 16. braut. Ég sló yndislegt högg með 4-járninu sem lenti stutt frá flötinni en rúllaði ekki inn á flöt. Ég vildi setja þetta pútt niður. Mér fannst eins og ef ég hefði náð því þá myndi það hafa komið mér í 6 (undir par) Er það ekki rétt? Og ég vissi að pinnastaðsetning yrði stutt á 18., 17. Hver veit? Ég gæti hafa sett nokkra í viðbót (fugla) niður og komið í hús á 7, 8 (undir pari).
Sp. Rétt, sem er þar sem þeir voru (forystusauðirnir)
PAUL CASEY: Yeah.ég hugsaði ekkert of mikið um það. Þó að ég segði að ég hefði ekki spilað með nýju sveiflunni s.l. 3 daga barðist ég enn við það. Ég var ekki með það spil sem ég vildi hafa, en ég er reyndar mjög ánægður að halda út og vera með góða golfvallarstjórnun og alla hina þættina sem ég varð að vera með fyrst ég var ekki að slá vel. Ég er virkilega ánægður.
Sp. Þú þekkir völlinn líka. Heldur þú að það hafi hjálpað til?
PAUL CASEY: Yeah, ég held að það geri það. Ég veit hvert ég á að slá og hvert á ekki að slá hér sem er allt eins mikilvægt. Það er mikið af svæðum á þessum golfvelli, t.d. ef maður slær á vitlausa hlið þá er ómögulegt að ná boltanum upp eða ómögulegt að pútta. Ég veit ekki hversu marga velli sem þessa ég hef spilað. E.t.v. 5. Ég yrði að líta í skrárnar. Það hjálpar til. Það er þægindartilfinning sem kemur yfir mann að standa á teig þarna.
[…]
PAUL CASEY: Þetta er völlur sem mér finnst gaman að spila. Áhangendurnir eru frábærir. Ég meina, allur staðurinn, öll vikan, þetta er yndisleg vika.
Sp. Getur þú notað s.l. 3 daga sem stökkbretti fyrir keppnistímabilið sem er að ganga í garð?
PAUL CASEY: Yeah. Ég verð að nýta allt það góða sem gerðist í dag – s.l. 3 daga – eftir að ég var á 79 höggum (fyrsta dag). Yeah, maður verður bara að byggja á þessu fyrir næsta keppnistímabil. Það er frábært að þetta ár er að líða. Þetta hefir verið pirrandi keppnistímabil fyrir mig og ég hlakka til næsta árs nú þegar. Ég verð að spila í Dubai í næstu viku. Ég flýg þangað – tek 16 1/2 tíma flugið núna á mánudaginn (í dag).
Sp. Hvað segir þú um byrjun árs 2012 (þ.e. hvað verður þú að gera þá)?
PAUL CASEY: Ég verð í Suður-Afríku. Ég vann Volvo Championship í Baharain. Við verðum á því móti í ár eða á því næsta, 2012. Þannig að ég fer þarna og spila í Miðausturlöndum og svo verður fyrsta mótið mitt í Bandaríkjunum holukeppni.
Heimild: PGATour.com
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open