Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2016 | 12:45

Viðtal við Lexi fyrir KPMG Women´s PGA Championship

Í dag hefst í Sammamish í Sahalee í  Washington ríki 2. risamót ársins hjá konunum en það er KPMG Women´s PGA Championship.

Sú sem á titil að verja er Inbee Park frá Suður-Kóreu, en hún freistar þess nú að sigra í mótinu 4. árið í röð!!!

Sú sem gæti sett strik í reikninginn hjá Inbee er svo sannarlega bandaríska sleggjan Lexi Thompson, en það þykir sérlega gott að vera löng af teig í þessu 2. risamóti kvennagolfsins.

Í aðdraganda Women´s PGA  var tekið viðtal við Lexi Thompson.

Lexi talar þar m.a. um leikplan sitt, völlinn og Ólympíuleikana í Ríó, sem hún mun taka þátt í.

Til þess að sjá viðtalið við Lexi SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að fylgjast með stöðunni á KPMG Women´s PGA Championship SMELLIÐ HÉR: