Viðtal við Charley Hoffman
Charley Hoffman sigraði nú í gær sannfærandi á Valero Texas Open. Sigurinn er hans 4. á PGA Tour mótaröðinni.
Annan sigur sinn (eftir þann 1. sem var 2007 á Bob Hope Chrysler Classic) vann Hoffman 2010 á Deutsche Bank Championship. Þriðja sigurinn vann hann svo á OHL Classic at Mayakoba, 16. nóvember 2014. Fjórði sigurinn kom eins og áður sagði, í gær, 24. apríl 2016.
En eftir 2. sigurinn, sem var á einu móti FedEx Cup umspilsins, nánar tiltekið mánudaginn 6. september 2010 var eftirfarandi viðtal tekið við Hoffman og má rifja það upp hér:
DOUG MILNE: Við bjóðum velkominn sigurvegara Deutsche Bank Championship, árið 2010, Charley Hoffman. Þetta var ótrúleg frammistaða í dag, 11 fuglar og hringur upp á 62 högg. Með sigrinum hlýtur þú 2500 FedExCup stig og nú þegar umspilið er einungis hálfnað ertu kominn í 2. sæti á stigatöflunni. Gefðu okkur innsýn í hugsanir þínar núna á lokahringnum og síðan förum við í hvernig þér líst á næstu viku.
CHARLEY HOFFMAN: Já augljóslega fékk ég byrjunina, sem ég vildi fá. Ég fékk fugl á 2. holu, þrátt fyrir tvípútt. Á 3. braut var ég nálægt pinna og fékk fugl þar líka. Á 4. braut lenti ég í glompu en náði honum upp úr og setti innan við meter frá holu. Og síðan á 5. átti ég gott högg, setti hann 4 m frá holu og náði púttinu. Því mður á 6. átti ég í raun gott högg en ég þrípúttaði. Á 7. var ég fyrir framan flöt í 2 (höggum), ég og kylfuberinn vorum að ræða hvort ég ætti að taka 3 tré eða rescue kylfu og töldum að auðveldara væri að taka stytta högg en lengra. Ég fékk fugl á 7. braut. Síðan dró ég fram 6 járn á 8. braut og var í góðri stöðu að para, en fékk því miður skolla. Síðan fór allt af stað á seinni 9. Á 10. braut setti ég boltann aftur 4 m frá pinna og setti púttið niður. Ég hugsa að leikurinn hafi snúist við á 11. braut, þetta var bara ósköp venjulegt högg með 4 járni, sem ég hélt að myndi lenda í sandglompu en boltinn lenti í röffkanti og það sló ég honum beint ofan í holu, fyrir erni. 2 högg á par-4 braut. Á 13. sló ég beint úr sandglompu í holu. Á 14. braut sló ég mikilvægasta höggið mitt í mótinu, þegar mér tókst að ná pari og halda mér í leiknum. Og svo á 15. flöt setti ég niður 5 m pútt. Síðan á 16. braut tók ég upp 7 járn og ætlaði bara inn á miðja flöt en boltinn sveigði og lenti 2 metra frá pinna, en þetta var virkilega ekki það sem ég miðaði á. Annar fugl. Ég átti gott högg á 17 gott fuglafæri og fuglinn kom. Það sama gerðist síðan á 18. braut þar sem ég sló tvö högg og tvípúttaði fyrir sigri.
Sp: Þetta er fyrsti sigur þinn á (PGA) túrnum síðan 2007, þannig að hversu miklu skiptir það þig að losna við pressuna um að verða að sigra?
CHARLEY HOFFMAN: Ég meina Umspilið (ens.: Playoffs), það er það sem maður reynir við. Ég átti engan möguleika mest alla vikuna eða í byrjun Umspilsins var bara á 70 og eitthvað höggum og bara að reyna að halda mér í mótinu. Í síðustu viku var ég hræddur um að ná ekki niðurskurði. En svo spilaði ég bara vel hér. Þjálfarinn minn Sean Callahan kom hingað á föstudegi og við unnum hörðum höndum síðustu dagana fyrir mót, þannig að sveiflan var fín jafnvel undir pressu og snemma í vikunni kom James Sieckmann hingað til þess að aðstoða mig við stutta spilið. Ég veit ekki hvað ég myndi hafa gert án þeirra tveggja, í þessari viku, þeir voru mér mikil hjálp.
SP: Þú varst hér 2008 þegar Vijay gerði allt vitlaust hér. Talaðu aðeins um hvort frammistaða þín var ekki bara endurtekning (á frammistöðu Vijay)
CHARLEY HOFFMAN: Nú í sannleika sagt hafði ég ekki hugmynd um hversu marga fugla ég fékk, ég var bara að reyna að ná þeim stöðugt. Ég vissi að Jason var að spila mjög vel. Ég var ekkert að líta á skortöflurnar, enda voru þær ekki á mörgum stöðum. Á 16. teig sá ég að ég var í forystu eftir að hafa sett niður fyrir fugli og svo á 17. var ég að reyna að lesa á hana. Ég vissi að á þessum stað væru fuglafæri og ég reyndi bara að stíga í botna og ná sem flestum.
Sp: Ryder Cup spurningin var lögð fyrir þig þegar þú varst í fréttamannatjaldinu með gæjunum frá NBC. Hefur þú nokkuð heyrt frá Pavin, fengið sms eða eitthvað sem gefur til kynna að hann viti að þú sért með púls?
CHARLEY HOFFMAN: Ég er ekki viss um að ég sé með púls (þessa stundina – rétt eftir sigurinn), en það er írónískt að ég sat með Paul Goydos fyrr í vikunni og ég sagði eitthvað á þá leið: “Hey, Paul hefir þú áhrif á val fyrirliðans?” Ég var bara að grínast og Paul svarar ef þú sigrar ertu á listanum yfir þá sem koma til greina. Þannig að Paul ég vann og vonandi er ég nú fyrir alvöru á listanum.
SP: Finnst þér að (Pavin) ætti að velja þig? Stewart Cink sagði að ef þú yrðir ekki í fyrstu sætunum þá myndir þú líklega ekki verða valinn.
CHARLEY HOFFMAN: Það má setja þetta fram svona: Myndi mér finnast heiður að vera hluti af Ryder Cup liðinu? Það er ekki nokkur spurning um það. Ég elska að leika golf. Ég hugsa að það hjálpi liðinu. Ef ég er ekki valinn, þá er enginn lakari valinn. Allir þessir kylfingar sem spila í bandaríska liðinu eru frábærir kylfingar og þeir mæta og eru frábærir og í frábæru liði hvort sem ég er í því eða ekki, en auðvitað langar mig til að vera með.
SP: Sigur þinn núna, hvar er hann í röðinni meðal annarra sigra þinna?
CHARLEY HOFFMAN: Það þarf ekki að hugsa þetta lengi. Besti sigur minn til þessa. Að fara út á völl og klára á 62 höggum á erfiðum velli er bara skemmtilegt.
SP. Þú og Tom Gillis, voruð með lág skor í dag (mánudaginn 6. september, þegar Hoff sigraði Deutsche Bank) en þau voru ekki lág í heildina tekið. Hvað olli þessu? Þetta virtist fullkomin dagur til að ná góðu skori?
CHARLEY HOFFMAN: Flatirnar voru ansi harðar og pinnastaðsetningarnar erfiðar. Það er kannski vegna þess sem skorið var ekki eins lágt í heildina tekið og við mátti búast. Staðsetning par-3 pinnanna var erfið, en ég náði nokkrum góðum höggum á rétta augnablikinu.
SP: Það hafa verið svo margar sögur um unga krakka sem hafa blómstrað og náð skjótum árangri í ár. Getur þú sagt okkur hvernig tilfinning það er að komast ekki í gegnum niðurskurð 15 skipti í röð?
CHARLEY HOFFMAN: Var það ég sem komst ekki í gegnum niðurskurð 15 sinnum í röð? (Hlátur). Hvað? Nei, ég hef sagt fólki söguna milljón sinnum. Á fyrsta árinu mínu á Nationwide Tour var ég nýútskrifaður úr háskóla og komst ekki í gegnum niðurskurð í 16 skipti í röð. Ef það eru bara 15 skipti þá hef ég rangt fyrir mér. En ég held að það hafi verið 16. skipti og síðan komst ég í gegn. Þetta er lærdómsríkasta reynsla að komast ekki í gegnum niðurskurð í 16 skipti. Reyndar rifjum ég og Zach Johnson þetta oft upp saman hann komst ekki í gegnum niðurskurð 10 fyrstu skiptin og ég 16 fyrstu og við vorum bara ekki nógu góðir. En við lærðum. Það sem ég á við það er miklu meira í kringum mót, en að spila golf, ferðast og fást við niðurskurði, tími, hversu mikið fer í æfingar, hversu mikið maður á ekki að æfa. Ég lærði mikið fyrsta árið á Nationwide túrnum og ég myndi ekki vilja hafa misst af þeim tíma fyrir neit.
SP: Telur þú að fleiri kylfingar muni láta hár sitt vaxa fyrst þú vannst (þ.e. stæla Hoff/hjátrú)?
CHARLEY HOFFMAN: Nú, ef farið væri eftir því hvernig ég og Rickie Fowler höfum spila, þá kannski munu þeir gera það. Rickie hefur átt frábært ár og hann er með sítt hár. Ég er bara með sítt hár til að vekja athygli á mér. Mér finnst allir kylfingar líta svipað út og ég reyni að vekja athygli á mér fyrir styrktaraðila mína og sjálfan mig.
SP:Finnst þér sigur betri leið til þess að vekja athygli fjöldan á þér?
CHARLEY HOFFMAN: Gott spil vekur aðeins meiri athygli á manni.
SP: Hvenær leistu fyrst á skortöfluna?
CHARLEY HOFFMAN: Þegar ég var komin í forystu eða meðal þeirra, sem voru í forystu.
SP: Yeah.
CHARLEY HOFFMAN: Í raun leit ég ekki á skortöfluna fyrr en ég púttaði á 15. flöt. Ég held að ég hafi verið kominn í 3 högga forystu.
SP: Kom það þér á óvart?
CHARLEY HOFFMAN: Ég vissi að ég hafði verið að leika vel og parið á 14. var mikilvægt. Ég var samt ekki viss, ég heyrði ekkert þannig að ég bjóst ekki við neinu stórkostlegu. En ég var svolítið hissa að ég hefði 3 högga forystu eftir að ég setti púttið niður. En jú þetta var eina skiptið sem ég leit á skortöfluna.
SP: Þú sagðir fyrr á árinu að þú værir ekki viss um hvernig þú hefðir slasað þig á úlnliðnum, en hélst kannski að það væri vegna mikilla æfinga í sandglompum. Fannst þér þú njóta árangur erfiðisins á 13. braut?
CHARLEY HOFFMAN: Jú, ég æfði mig alltof mikið í sandglompum í keppnishlénu. Tölfræðin mín þar var á barmi hryllilegs. En í gegnum Tom Pernice kynntist ég James Sieckmann. Ég get sagt það hér og nú að ef ég hefði ekki kynnst honum þá myndi ég ekki hafa sigrað mótið. Ég kom mér varla upp úr sandglompum áður. Hann aðstoðaði mig mikið við stutta spilið og spilið í glompum og ég ér mjög þakklátur fyrir það og alla þekkingu hans.
SP: Ef ég man það rétt þá varst þú á biðlista að komast inn og fá þátttökurétt á Whisling Straits?
CHARLEY HOFFMAN: Já á mánudeginum var ég fyrsti varamaður inn í mótið á Whistling Straits og mætti auðvitað í Wisconsin. Ég fékk samt aldrei að spila í mótinu, en Bill Lunde, nágranni minn, en afi hans fékk mig til þess að stunda golf sigraði vikuna þar áður eftir fremur meðalmennskuár og hann komst inn næstur á undan mér. Ég var auðvitað glaður að hann fékk að keppa en að sama skapi svekktur að fá ekki að taka þátt sjálfur. Já, ég var á hliðarlínunni alla vikuna á Whistling Straits.
SP: Þú veist auðvitað að með sigri þínum í dag færðu þátttökurétt á öllum 4 (risamótunum) á næsta ári?
CHARLEY HOFFMAN: (hlægjandi) Já, mér er það fullljóst.
SP. Hvað finnst þér um það?
CHARLEY HOFFMAN: Nú þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ að taka þátt í Augusta (National). Ég hef sagt það síðan ég varð atvinnumaður að ég myndi aldrei stíga fæti þangað nema ég hefði sigrað og áunnið mér keppnisrétt og nú hef ég loks náð því markmiði. Því miður árið sem ég sigraði Hope-mótið var reglunum breytt og ég fékk ekki þátttökurétt til að spila í Augusta, en nú get ég ekki beðið, það er ekki nokkur spurning um það.
SP: Hvað er það besta við daginn í dag?
CHARLEY HOFFMAN: Það besta er vonandi að ég komi til greina sem val í Ryder Cup liðið. Ég veit ekkert hvort ég á möguleika (að vera í liðinu) fyrr en á morgun. Ég átti engan möguleika en ég vona að ég eigi hann núna. Það myndi vera heiður að spila og ég vona að ég geti spilað vel. En þess utan, þá er það að komast til Augusta (á risamótið í apríl) það besta og að vita að ég geti sigrað þegar þar að kemur.
SP: Þú veist að sigurvegari FedEx hlýtur líka $10 milljónir?
CHARLEY HOFFMAN: Já, ég var nú ekki mikið að hugsa um það þetta eftirmiðdegi. Ég var í raun ekkert í baráttunni um verðlaunaféð. Ég hugsa að það hafi verið þess vegna sem staða mín var svo einstök og sérstök. Þetta sýnir að hægt er að koma úr vonlausri stöðu eins og Heath á síðasta ári og ég á þessu og eiga möguleika á Atlanta.
SP: Þú varst ekki á lista (Pavins) þar til í dag. Myndir þú verða fyrir vonbrigðum ef þú yrðir ekki valinn (í Ryder lið Bandaríkjanna)? (NB: Pavin tilkynnti um þá sem komust í bandaríska Ryder Cup liðið seinna í vikunni og Charley Hoffman var ekki þar á meðal. Þeir sem komust í liðið voru Tiger Woods, Stewart Cink)
CHARLEY HOFFMAN: Ég myndi ekki verða fyrir vonbrigðum. Þú stelur ekki gleðinni yfir sigrinum frá mér með því að valda mér vonbrigðum með því að ég fái ekki að vera með í Ryder Cup liðinu.
SP: Ég er ekki að reyna það.
CHARLEY HOFFMAN: Þetta er mjög spes dagur fyrir mig að sigra Deutsche Bank, og ef Pavin telur mig nógu góðan þá myndi ég gjarna vilja vera í liðinu.
SP: Ég var að skoða vefsíðuna þína. Mun þetta auka söluna á stuttermabolum þínum líka?
CHARLEY HOFFMAN: Ég vona það. Vonandi verður aukning í „Don’t hassle the Hoff“ stuttermabolunum.
shirts hopefully catch a little fire.
SP: Það er til Charley Hoffman aðdáendaklúbbur í Bostan, sem ég sá á ferð á áhorfendapöllunum þegar þú varst að spila á móti Perez. Veistu um fleiri klúbba?
CHARLEY HOFFMAN: Aðdáendaklúbburinn í Boston var eiginlega stofnaður að frumkvæði besta vinar þjálfara míns í menntaskóla. Hann hefir komið hingað á hverju ári til þess að styðja mig sama hvort ég hef náð niðurskurði eða ekki. Stundum er ekki mikið af stuðningsmönnum sem hvetja mann. Fólk þekkir mann ekki, það kemur bara til þess að fá sér nokkra kalda. En það er alltaf gaman að hafa hóp fólks sem fylgir manni braut af braut og styður mann.
SP: Veistu hvað stuðningsmaðurinn/vinurinn heitir?
CHARLEY HOFFMAN: Mickey Hurley.
SP: Hvað telur þú, eftir að hafa verið 4 undir fyrir daginn í dag að þú hefðir þurft til þess að sigra?
CHARLEY HOFFMAN: Ég taldi að ef ég næði -20 þá væri takmarki mínu náð og ég myndi eiga möguleika (á sigri) og augljóslega gekk mér betur en það.
SP.: Telur þú, að afleiðing þess, sem átti sér stað hér í dag muni verða fleiri Mickey Hurleys í heiminum?
CHARLEY HOFFMAN: Ég vona að allir áhangendurnir komi og horfi á mig og njóti þess hvernig ég er að spila þessa stundina og styðji mig.
DOUG MILNE: Charley, í þær 15 mínútur sem við höfum setið hér hefur síminn þinn ekki hætt að hringja, þú ert greinilega vinsæll þessa stundina, til hamingju með sigurinn og taka fyrir að taka þér tíma með okkur.
Heimild: PGA.co
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
