Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2016 | 06:45

Viðtal DV við Ólafíu Þórunni

Hún Ásta Sigrún Magnúsdóttir hjá DV tók ansi hreint flott viðtal við Ólafíu Þórunni „okkar“ Kristinsdóttur.

Er þetta enn eitt viðtalið við Ólafíu Þórunni, en hún hefir verið mjög umsetin af fjölmiðlamönnum frá því að hún komst inn á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst. LET) , 2. íslenskra kvenna í golfsögunni nú s.l. desember.

Sjá má viðtal DV með því að SMELLA HÉR:

Þess mætti geta að Ólafía Þórunn er ekki á landinu, en hún er farin aftur til Thomasar og æfinga til Þýskalands, þar sem hún mun vera þar til hún flýgur til Nýja-Sjálands til þess að taka þátt í 1. móti LET.

Það mót er afar sterkt en í því keppir m.a. heimakonan og nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna í golfinu; engin önnur en Lydia Ko.