Víðir Steinar Tómasson
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2020 | 10:00

Víðir Steinar með ás!!!

Víðir Steinar Tómasson sló draumahögg á 2. degi meistaramóts GA, Akureyrarmótinu, þ.e. þann 9. júlí 2020.

Höggið góða átti hann á par-3 4. braut Jaðarsvallar, sem er uppáhalds par-3 hola margra á Íslandi, sem spilað hafa alla velli landsins.

Ekki amalegt að fá þægilegan örn í byrjun hrings!!!

Þetta var í fyrsta sinn, sem Víðir fór holu í höggi.

Golf 1 óskar Víði Steinari innilega til hamingju með inngönguna í Einherjaklúbbinn!!!