Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2012 | 02:00

Viðtalið: Bubba Watson eftir sigurinn á The Masters

„Draumur minn hefir aldrei náð svona langt þannig að ég get ekki sagt að þetta sé draumur sem rætist,“ sagði Bubba íklæddur Græna Jakkanum í viðtali eftir sigurinn, sem sjá má í heild með því að smella HÉR: 

„Ég veit ekki einu sinni hvað gerðist á seinni 9, ég veit að ég var með skolla á 12. braut og fékk 4 fugla í röð. Ég var taugaóstyrkur allan tímann, í hverju einasta höggi og pútti, ég lenti í trjánum í umspilinu, en tókst klikkað 2. högg sem ég sá fyrir mér og því sit ég hér í Græna Jakkanum og er að tala við ykkur.“

Bubba talaði um það hvað honum og kaddýnum hans hefði farið á milli fyrir 2. höggið á 2. holu umspils og Bubba sagðist vera ansi vanur að vera í röffi eða erfiðum legum. Bubba sagði að eitt sem þeim hefði farið á milli væri að „allt gæti gerst (á Augusta).“

„Golf er mér ekki allt. Ef ég hefði ekki sigrað hefði ég ekki farið heim í fýlu. Ég hefði hugsað um hversu mikið ég hefði skemmt mér og ég hefði haft tækifæri á að sigra og nú hef ég unnið þannig að nú get ég hugsað um það.“

„….. En á morgun er bara nýtt mót… þið (blaðamenn) skrifið bara um nýja kylfinga og gleymið um mig á morgun – ég verð bara að lifa lífi mínu… en fyrir mig að koma hingað og sigra, þá er það frábært í viku, en síðan fer allt aftur í hefðbundinn gír… ég hef ekki skipt um bleyju enn … og það verð ég að fara að gera innan skamms.“

„Fyrir mig sem íþróttamann, kylfing þá er þetta mekka, þetta er það sem við sækjumst eftir að vinna Græna Jakkann að vinna mót; fyrir 4 árum var ég sigurlaus og nú er ég búinn að sigra 4 mót, markmið mitt, draumur minn hefir alltaf verið að sigra á 10 mótum, þetta er skref í rétta átt, þetta er það sem allir stefna að – það er alveg sama hversu mikið maður vill lifa á annan hátt þá er þetta þetta heiður og það eru sérstök forréttindi að klæðast Græna Jakkanum. Ég horfði á mótið sem barn og í University of Georgia þá töluðum við alltaf um þetta mót, spiluðum hér 1 sinni á ári… en mig hefði aldrei dreymt um að sigra þetta og vera hér að tala við ykkur (blaðamenn) já en þetta er sérstakur tími og sérstakur staður (fyrir mig) sem kylfing og fyrir mína fjölskyldu.“