Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2019 | 15:00

Verstu 20 afsakanirnar fyrir lélegum leik (2/2)

Hér verður fram haldið með verstu 20 afsakanirnar fyrir lélegum leik í golfi. Hér koma seinni 10:

11. ÉG ER EKKI NÓGU GÓÐ (UR)

Líkt og sannast á Sergio Garcia, þá eru jafnvel risamótsmeistarar sem afsaka sig með því að vera ekki nógu góðir. Reyndar var þetta svar Garcia við því af hverju hann hefði ekki sigrað á risamóti, en þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki sigrað á Masters þá var þetta svar hans. En síðan það var er mikið vatn runnið til sjávar. Áhugamenn segja þetta sama hvort um er að ræða dræv, aðhögg, chip eða pútt. Reyndar er allt sem krefst ákveðinnar hæfni, sem hægt er að afsaka með að vera ekki nótu góður. Eða kannski eru golfguðirnir á móti ykkur. En hvað sem um er að ræða, þá virkar þessi afsökun alltaf.

12. VÖLLURINN VAR OF HARÐUR

Neip. Ekki sjéns að við kaupum þessa afsökun. Ágæt tilraun samt …

13. FORARBOLTI!

Það jafnast ekkert á við að öskra á boltafarið eftir lélegt högg. Viðbrögð Bubba Watson voru einu sinni þau að aurnum eða forinni á vellinum væri um að kenna. Aftur, augljóslega hefir for áhrif á boltaflugið en það er hvorki við jörðina að sakast né er það ástæðan fyrir að þið eruð ekki inni á flöt á réttum höggafjölda.

14. GRASIÐ LÁ ÖFUGT.
Einmitt. Þetta er augljóslega ástæðan fyrir því að grassnepillinn sem þið slóguð upp úr vellinum við höggið fór lengra en boltinn ykkar!

15. MÉR VAR RÆNT.

Þó þetta sé örugglega mest róttæka afsökunin á listanum, þá er staðreynd að þetta er afsökun. Hver getur gleymt því þegar Robert Allenby komst ekki í gegnum niðurskurð í Hawaii og vaknaði upp á einhverri götunni, hruflaður í andliti og hélt því fram að sér hefði verið rænt. Ef þið getið sannfært spilafélagana um að þetta sé ástæðan fyrir að þið mættuð ekki á teig, ja, þá vei fyrir ykkur!

16. FYRRVERANDI EIGINKONA MÍN KEYPTI ÞENNAN DRÆVER HANDA MÉR.
Nú er skiljanlegt af hverju þú hefir ekki hitt flötina í öll þessi ár!

17. ÉG SVAF Á MJÚKRI DÝNU Í FYRRINÓTT.

Tiger Woods kenndi svo sem frægt er orðið mjúkri dýnu um bakverk sem hann fékk fyrir Barclays mótið 2013. En samt, hann sagði þetta af þvílíkum sannfæringarkrafti að almenningur átti bara ekki annars valkosti en að trúa honum. En ef við myndum halda þessu fram, myndi enginn kaupa það.

18. ÉG SKIPTI NÝLEGA UM GOLFBOLTA

Ef þið væruð atvinnumenn væri kannski smá glæta að einhver myndi trúa ykkur. En ef þið eruð það ekki, reynið þá ekki einu sinni að reyna að sannfæra neinn um að það sé spinnið sem sé ástæðan fyrir 26 forgjöfinni ykkar.

19. ER MEÐ BROTINN HANDLEGG!

Að kenna beinbroti um virðist pottþétt afsökum fyrir lélegum hring. Hey, þetta virkaði hjá Al Czervick í Caddyshack!

20. EF ÞIÐ SNAP HOOK-IÐ NÆSTUM HVERT EINASTA DRÆV OG ÞIÐ STANDIÐ FASTARA Á ÞVÍ EN NOKKUÐ AÐ ÞIÐ HAFIÐ VERIÐ „AÐ VINNA Í DRÆVINU YKKAR“
Kannski þið ættuð að vera að vinna í fade-inu ykkar?