Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2019 | 12:00

Verstu 20 afsakanirnar fyrir lélegum leik (1/2)

Afsakanir í golfi hafa verið til staðar í árhundruðir.

Hvort heldur kylfingurinn er atvinnumaður sem segist hafa sofið á of mjúkri dýnu eða áhugamaður sem kennir um grastegundinni á golfvellinum; allt eru þetta fremur lélegar afsakanir vegna þess að menn vilja bara ekki hafa fyrir satt að þennan dag séu þeir einfaldlega ekki betri.

Reyndar telja sumir sálfræðingar þetta gott að verja sjálfið fyrir hnekkjum, sem það kann að bíða af slæmum hring, sem allir eiga af og til … og síðan er kylfingum ráðlagt að gleyma slæma hringnum og gera betur næst.

Hér er samsafn 20 lélegra afsakana, sumar sem þið hafið e.t.v. heyrt um … og aðrar sem hugsanlega mætti nota einhvern tímann 🙂 Hér koma fyrstu 10 verstu afsakanirnar, seinni 10 verða birtar á morgun:

1 „MY GLUTES WOULDN’T ACTIVATE“

Hvað í fjandanum átti Tiger við þegar hann sagði framangreint, sem afsökun fyrir lélegum leik sínum? Sumt af því sem hann hefir borið fyrir sig hefir verið ofar skilningi flestra. Tiger dró sig úr Farmers Insurance Open 2015 og sagði að „vöðvar í rasskinnum“  (ens. The glutes) sínum hefðu ekki virkað sem skyldi. Hmm…

2 „THE GRAIN DIDN’T DO WHAT IT WAS SUPPOSED TO DO.“

Þegar menn tala um grain við enskumælandi spilafélaga sína og segja það ekki hafa verkað eins og það ætti að gera þá er verið að kenna grasinu um. Já, jafnvel þegar ekki er verið að spila á Bermuda grasi þá e.t.v. trúa spilafélagarnir þessu. Ef það er einhver vafi þarna, þá má alltaf kenna um yfirborði púttflatanna; þær séu ýmist of hraðar eða hægar.

3„ÞAÐ ER VATN Á HÖGGFLETI KYLFUNNAR“

Þó e.t.v. sé eitthvað til í afsökun Bubba Watson um að það sé „vatn á höggfleti kylfu hans“ þá er það sú staðreynd að hann viðhafði þessa afsökun opinberlega sem er svo hræðilegt. Reynið að afsaka ykkur þannig við spilafélagana næst þegar þið takið hring og þið missið innáhögg á flöt um 10 metra. Skorum á ykkur. Það gæti verið að engin vildi spila við ykkur aftur.

4. ERU ÞESSAR HOLUR AF LÖGLEGRI STÆRÐ?

Þetta er klassískt: að spyrja hvort eitthvað á golfvellinum, t.a.m. holan sé af löglegri stærð. Þið vitið það betur en þessi 54 högg sem þið voruð með á fyrri 9. Það er svo sannarlega ekki golfvellinum um að kenna.

5. ILLT Í ENDAJÖXLUNUM

Munið þið þegar Rory McIlroy dró sig úr Honda Classic árið 2013 og sagði að það væri vegna þess að honum væri illt í endajöxlunum? Við munum það svo sannarlega hér á Golf1. Aftur gæti eitthvað verið til í þessu. Þetta er snilldarafsökun, nema þið séuð akkúrat að spila við tannlækni, því það er enginn sem getur rengt ykkur annars um þetta.

6. HANSKINN PASSAR EKKI
Þið eruð að djóka? Hendið hanskanum eða fáið ykkur nýjan, vegna þess að það er fátt verra en að skella skuldinni á eitthvað sem þið völduð sjálf.

7. ER MEÐ KVEF
Alltaf gott að bera fyrir sig heilsuna sem afsökun. Það er þegar þið farið að bera fyrir ykkur kvef fyrir slæmum leik ykkar að menn fara að draga persónu ykkar í efa. Svo hvað með það þó þið séuð kvefuð? Harkið það af ykkur.

8. ÞAÐ VAR SPRUNGA Í TÍINU MÍN.
Hér eru afsakanirnar virkilega farnar að verða tæknilegar. Þó loftaflsfræðin  spili rullu í golfinu þá er það ekki ástæðan fyrir að þið náðuð teighögginu ekki fyrir framan kvennateigana

9. ÉG VARÐ AÐ KOMA BEINI FYRIR Á SINN STAÐ AFTUR

Þetta er líklega ein mest skiljanlegasta afsökunin. Engin getur deilt við ykkur að þetta hafi ekki gerst og jafnvel svo fljótt að kvikmyndatökuvélarnar sáu það ekki. Kennið þessum brákaða úlnlið um þrennuna, en svo mikið er víst að meðspilararnir munu ganga frá ykkur á seinni 9.

10. ÉG VAR AÐ FÁ MÉR NÝ GRIP Á KYLFURNAR MÍNAR
Önnur klassísk afsökun. Hvers konar afsökun er þetta eiginlega? Maður fær sér ný grip til þess að bæta leikinn, gripið og tilfinninguna ekki satt? Ef eitthvað þá ættu nýju gripin að hjálpa ykkur, en með svona sveiflu …. þá er óvíst að nokkuð gagni 🙂