Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2012 | 14:00

Verðlaunahafi GWAA Ben Hogan Award – Sophie Gustafson – svarar 18 spurningum

Sophie Gustafsson hlaut GWAA Ben Hogan verðlaunin sem veit eru þeim kylfingi, sem haldið hefir áfram að spila golf þrátt fyrir fötlun eða sjúkdóm Sophie stamar og segist hafa forðast að halda ræður og gefa viðtöl. Eftir að hún ljóstraði upp um ástæðuna fyrir því er hún í hverju viðtalinu á fætur öðru. Hér svarar hún 18 spurningum blaðafulltrúa LPGA:

1. Segðu okkur frá einhverju sem fólk veit ekki um þig?
Ég æfði listdans á skautum þangað til ég var 13 ára. 

2. Hvað myndi þig langa til að gera ef þú værir ekki atvinnukylfingur?
Mig myndi langa til að vera ljósmyndari.

3. Ef þú gætir skipt um líf við einhvern í 1 dag hver væri það?
Obama, bara til að sjá hvað um er að vera

4. Er eitthvað sem þú ert háð? Eða getur ekki lifað án?
Apple græjanna minna: iPhone, iPad og MacBook.

6. Er eitthvað sem þú getur ekki borðað?
Lifur og innmatur.

7. Er lag sem þú syngur þegar enginn heyrir til t.d. í bílnum eða í sturtunni?
Anything!

9. Hvað er í uppáhaldi hjá þér þegar þú vilt slaka á?
Horfa á sjónvarp eða vera með vinummínum.

10. Hver er uppáhaldtíminn þinn á árinu?
Vor í Svíþjóð.

11. Hver er uppáhaldstilvitnunin eða málshátturinn?

Lífið er erfitt en það er virkilega erfitt ef maður er heimskur.

12. Hvaða snyrtivara getur þú ekki verið án?
Varasalva.

13. Hver er uppáhaldsbúðin þín og af hverju?
Apple. ég elska framleiðsluvörur þeirra.

14. Áttu þér uppáhaldsauglýsingu í sjónvarpi?
Nei.

15. Hvaða klæðnaðar gætirðu ekki verið án?
T-boli og gallabuxna.

16. Nefndu a.m.k. eitt, sem þú ert alltaf með í ísskápnum?
Kavíar og Heineken.

17. Hver er uppáhaldsaðferð þín til þess að halda þér í formi?
Að vera í ræktinni með þjálfaranum mínum, Andrea.

18. Hvaða skylduverk ertu best í eða finnst skemmtilegt?
Öll skipulagning.

18. Hver er sú fræga persóna sem þú hefir hitt og er í mesta uppáhaldi hjá þér? Hvern hefir þú ekki hitt, sem þig myndi langa til að hitta?
Seve Ballesteros / Bruce Springsteen.

Heimild: LPGA