Veðmál Stenson og Poulter
Svona til að krydda hlutina svolítið eru kylfingarnir Ian Poulter og Henrik Stenson með veðmál í gangi í Dubaí, þar sem báðir taka þátt í lokamóti Evrópumótaraðarinnar, DP World Tour Championship.
Veðmálið gengur út á að sá sem verður neðar á skortöflunni í Dubaí verði að vera þjónn þess sem er ofar kvöld eitt þegar báðir fara út að skemmta sér saman. (eða eins og segir á ensku: the loser has to serve as waiter for the winner during a night out on the town)
„Það er líklegast stærsti hvatinn minn í mótinu að vilja ekki vera þjón í einn dag,“ sagði Stenson m.a. en hann leiðir nú í mótinu.
„Nr. 1 Fókusinn er á að verða efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar,“ sagði Stenson. „Nr. 2 er að vinna mótið (DP World Tour Championship) og í þriðja lagi er að ganga úr skugga um að Poulter sé fyrir aftan mig á skortöflunni,“ sagði Stenson. „Við verðum bara að sjá til hvort forgangsröðin breytist á einhverjum tímapunkti mótsins.“
Sem stendur lítur allt vel út fyrir Stenson sem leiðir fyrir lokahringinn þ.e. er í 1.sæti á samtals 17 undir pari, 199 höggum, en Poulter deilir 3. sætinu á samtals 13 undir pari, 203 höggum þ.e. það munar 4 höggum á Stenson og Poulter. Hins vegar gæti Poulter átt séns ef úlnliður Stenson gefur sig á morgun eða hann á gríðargóðan dag. A.m.k. verður spennandi að fylgjast með hvor þeirra ef nokkur vinnur DP World Tour Championship eða a.m.k. hvor þeirra þjónar hinum næst þegar þeir fara saman út á lífið!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
