Var um reglubrot Tiger að ræða á 18. holu 2. hrings Hero World Challenge?
Tiger Woods er við keppni í Albany á Hero World Challenge.
Það leit allt mjög vel út fyrir Tiger áður en hann kom að síðustu holu þeirri 18. á 2. hring sínum – hann var með „hreint“ þe. skollalaust skorkort.
En á 18. fór allt á verri veg – teighögg hans lenti í runna hægra megin á brautinni.
Og Tiger ákvað að reyna að slá boltann úr runnanum í stað þess að taka víti.
Tiger á öðru hné sínu með aðeins nokkurra sentimetra baksveiflu að vinna með náði að slá boltann undan runnanum og í röffið.
En það sem leit út eins og frábært „rescue“ högg til að byrja með hefir orðið efni að deilum meðal þeirra sem á horfðu því þegar vídeó upptökur eru skoðaðar þá sést að Tiger sló tvívegis í bolta sinn.
Spurning er hvort ekki sé um brot á reglu 14-4 að ræða í reglubókinni sem varðar 1 höggi í víti.
Tiger hins vegar slapp við vítið vegna ákvörðunar 34-3/10 (sem tók gildi í apríl á síðasta ári) en hún takmarkar notkun vídeóupptaka sem sönnun á brotum kylfinga.
Skv. reglubókinni á einvörðungu að dæma brot sem hægt er að sjá með beru auga en ekki með nálarauga myndbandsupptökuvéla – Þannig að Tiger slapp, en mörgum finnst samt súrt í broti að besti kylfingur allra tíma skuli ekki hafa tekið á sig víti, þar sem það sást að hann tvísló í boltann.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
