Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2016 | 13:00

Var golfið leynivopn Trump?

Í The Guardian birtist grein Will Buckley sem ber heitið „Was golf Trump´s secret weapon?“ eða „Var golfið leynivopn Trump.“

Þar segir hann m.a gullnu regluna vera þá að í öllum forsetakosningum í Bandaríkjunum muni kylfingurinn hafa betur en sá sem ekki spilar golf eða spilar lítið golf.

Aðeins tvö frávik eru í þeim 18 forsetakosningum sem fram hafa farið frá 2. heimsstyrjöldinni; annað er þegar Harry S Truman (sem ekki var kylfingur) hafði betur gegn Thomas Dewey (sem var félagi í Augusta og klæddi Jack Nicklaus í græna jakkann) og þegar Jimmy Carter (sem ekki var kylfingur) hafði betur gegn Gerald Ford (sem andstætt sögusögnum gat bæði spilað golf og tuggið tyggigúmmí á sama tíma).

Jafnframt fer Buckley yfir viðtal sem hann tók við Trump, þegar Trump var …. (og haldið ykkur fast enn skráður í Demókrataflokkinn og gat aðspurður ekki hugsað sér að fara fram gegn Hillary Clinton).

Þetta er skemmtileg grein sem sjá má með því að SMELLA HÉR: