Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2016 | 12:00

Van Zyl keppir á Ólympíuleikunum … Donald keppir í hans stað á Opna breska

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Luke Donald mun keppa á næst Opna breska eftir að suður-afríkaninn Jaco Van Zyl tilkynnti að hann ætlaði að draga sig úr Opna breska til þess að geta tekið þátt á Ólympíuleikunum.

Það eru nú sífellt fleiri kylfingar að lýsa áhuga á að keppa á Ólympíuleikunum eftir að nokkrir þeir þekktustu drógu sig úr mótinu, þ.á.m. margnefndir Jason Day, Adam Scott sem er heldur betur skráveifa fyrir lið Ástrala á Ólympíuleikunum, sem og  Louis Oosthuizen. Branden Grace og Charl Schwartzel (en síðastnefndu 3 eru blóðtaka fyrir Suður-Afríku) og síðast en ekki síst nr. 4, sem ekki keppir fyrir Írland.

Nr. 65 á heimslistanum (Van Zyl) sagði m.a.: „Þetta var ekki auðveld ákvörðun en eitthvað varð undan að láta og ég ákvað að fórna Opna breska fyrir Ólympíuleikana.“

Það verða örugglega margir til að gagnrýna mig fyrir að sleppa risamóti“

Annar sem hefir dregið sig úr Opna breska er bandaríski kylfingurinn Stewart Cink og annar bandarískur kylfingur tekur hans sæti en það er Daníel Summerhayes.