Valdís Þóra úr leik á Opna bandaríska kvenrisamótinu – Stóð sig vel!!!
Nú hefir tveimur íslenskum kvenkylfingum, fyrstum Íslendinga tekist að spila á risamóti.
Kvenrisamótin eru 5 og lék Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, fyrst Íslendinga á risamóti í golfi en það var KPMG risamótið.
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, varð 2. íslenskra kvenna til að spila á risamóti og það var Opna bandaríska kvenrisamótið (US Women´s Open).
Þetta er hvernig sem á það er litið glæsilegur árangur íslenskra kvenkylfinga og auðvitað þeirra Ólafíu Þórunnar og Valdísar Þóru – þær báðar eru alveg hreint ótrúlegar!!!
En það eru margir áfangar eftir fyrir íslenska kylfinga. Íslenskum karlkylfingi á eftir að takast að komast inn á risamót. Næsta skref hvað íslensku kvenkylfingana varðar er að komast í gegnum niðurskurð á risamóti og svo væntanlega kemur einhvern tímann sá dagur að við sjáum fleiri en einn Íslending spila í risamóti; verða meðal efstu 30, efstu 20; efstu 10 og svo sigra!!!
En Ólafía Þórunn og Valdís Þóra hafa brotið blað og sýnt öðrum að þetta er hægt; við Íslendingar eigum fullt erindi með að vera að spila meðal þeirra allra bestu í heimi.
E.t.v. eigum við líka eftir að sjá íslenskan kylfing sigra í fyrstu tilraun sinni á risamóti – þetta á allt eftir að koma.
Valdís Þóra stóð sig eins og hetja. Það að komast ekki í gegnum niðurskurð í 1. skipti á risamóti er ekkert til að skammast sín fyrir. Hún spilaði í RISAMÓTI dagana 13.-14. júlí 2017!!! Við erum öll svo stolt af Valdísi Þóru.
Valdís Þóra lék á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (78 75). Niðurskurður var miðaður við að spila 2 hringi á samtals 2 yfir pari eða betra og Valdís Þóra því nokkuð frá að fá að spila um helgina.
Valdís Þóra bætti sig eftir því sem líða fór á mótið og nú er bara að reyna að komast inn á fleiri risamót – við fylgjum spennt með…
Hér má sjá stöðuna á Opna bandaríska kvenrisamótinu SMELLIÐ HÉR:
Efst í hálfleik í Opna bandaríska kvenrisamótinu er kínverski kylfingur Shanshan Feng; en hún hefir spilað fyrstu tvo hringina í mótinu á samtals 8 undir pari, 136 höggum (66 70).
Öðru sætinu deila 3 kylfingar frá S-Kóreu; áhugamaðurinn óþekkti Hye Jin Choi; Jeungeun Lee og Amy Yang; allar á 6 undir pari.
Enn einn s-kóreansku kylfingur, Seon Woo Bae er síðan ein í 5. sæti (á samtals 5 undir pari) og 4 kylfingar deila 6. sætinu þ.á.m. Solheim Cup kylfingurinn frá Spáni, Carlota Ciganda (allar á 4 undir pari).
Heimsþekktir kvenkylfingar eins og Brooke Henderson og fyrrum nr. 1 á heimslistanum Lydia Ko eru síðan meðal 4 kylfinga sem deila 10. sætinu á samtals 3 undir pari.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
