Valdís Þóra tryggði sér sæti á LPGA móti vikunnar
Valdís Þóra Jónsdóttir tryggði sér keppnisrétt á ISPS mótinu á LPGA mótaröðinni, sterkustu mótaröð í heimi, með frábærum hring á úrtökumóti í Ástralíu. Alls tóku 100 kylfingar þátt á úrtökumótinu og voru þrjú sæti í boði.
Valdís Þóra, sem er úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, lék á -3 og voru þrír kylfingar jafnir og efstir. Valdís Þóra, sem er Íslandsmeistari í golfi 2017, verður því á meðal keppenda á mótinu sem hefst á fimmtudaginn.
„Ég vona að ég gæti bætt leik minn enn frekar á næstu dögum. það hefur verið erfitt að æfa innandyra að undanförnu. Ég lék öruggt golf og lenti ekki í vandræðum, var með eitt þrípútt. Ég þurfti bara að ýta boltanum ofaní á flestum holunum – þetta verður skemmtileg vika sem er framundan,“ segir Valdís Þóra í viðtali á heimasíðu mótsins.
Valdís Þóra og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur verða því báðar á meðal keppenda á þessu móti. Þetta er í fyrsta sinn sem þær Valdís og Ólafía keppa á sama móti á LPGA mótaröðinni.
Þær keppa síðan báðar í næstu viku á LET Evrópumótaröðinni í Ástralíu og framundan eru því tvö áhugaverð mót þar sem að tvær fremstu golfkonur Íslands eru á meðal keppenda.
Heimild: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
