Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2014 | 10:30

Valdís Þóra: „Þannig fór um sjóferð þá….“

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lék lokahringinn í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó á lokaúrtökumóti LET á glæsilegu pari, en því miður dugði það ekki í þetta sinn til þess að komast í gegnum niðurskurð.

Á facebook síðu sína skrifaði Valdís Þóra:

Þannig fór um sjóferð þá. Spilaði a parinu i dag og eins og einhver sagði „you can take the dog out of the fight but you can’t take the fight out of the dog!“ 
Margt sem hefði betur matt fara en það er oft þannig. Eg var að slá boltann frábærlega og það gefur manni smá boost fyrir næsta ár. Núna tekur við sma pása þar til keppnisáætlunin kemur út fyrir næsta ár. Mun spila aftur á Access Túrnum, þeim sama og eg spilaði nú í ár. 
Tek það góða með mer frá næsta ári, þrjú top 10 finish og reynslunni ríkari. Fyrsta árið var alltaf hugsað til að öðlast reynslu í þessum heimi og það hef eg svo sannarlega gert!! 
Eg þakka stuðninginn og óska ykkur gleðilegra jóla!“