Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2019 | 23:59

Valdís Þóra T-21 – Komin á II. stig úrtökumótsins – Glæsileg!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, er komin á II. stig úrtökumótsins fyrir LPGA og Symetra Tour mótaraðirnar.

Hún komst með glæsilegum hætti í gegnum 2 niðurskurði á I. stigi úrtökumótsins af þremur alls.

Um 360 kvenkylfingar hófu keppni með von um að fá spilarétt á annarri hvorri af bestu kvenmótaröðum heims.

Valdís Þóra lék á samtals 1 undir pari, 287 höggum (72 73 70 72) og varð í 21. sætinu, sem hún deildi með 7 öðrum kylfingum. Stórglæsilegur árangur þetta, sem vonandi verður framhald á, á næstu tveimur úrtökumótum!!!

Þetta fyrsta úrtökumót af þremur fór fram dagana 22.-25. ágúst 2019, á 3 völlum: Arnold Palmer og Dinah Shore golfvöllum, Mission Hills golfklúbbsins, í Rancho Mirage, og Faldo vellinum í Shadow Ridge, Kaliforníu.

Sigurvegari I. stigs úrtökumótsins varð filippseyski kylfingurinn Bianca Pagdanganan, en hún lék á samtals 13 undir pari.

Sjá má öll úrslit á I. stigi úrtökumóts fyrir LPGA og Symetra Tour mótaraðirnar með því að SMELLA HÉR: