Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2017 | 23:00

Valdís Þóra lék á +2 á úrtökumótinu og komst ekki á Opna breska

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi komst ekki í gegnum úrtökumót fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst á fimmtudaginn á Kingsbarns vellinum í Skotlandi.

Mótið sem Valdís keppti fór fram á Castle Course í St. Andrews í Skotlandi.

Valdís lék á 2 höggum yfir pari í dag og það dugði ekki til.

Alls tóku 120 keppendur þátt á þessu lokaúrtökumóti og komast 20 efstu inn á risamótið sem hefst á fimmtudaginn eins og áður segir.

Valdís Þóra hefur leikið á einu risamóti á ferlinum en það var á Opna bandaríska meistaramótinu 13.-16. júlí s.l.

Sjá má keppendalistann með því að SMELLA HÉR: