Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2019 | 20:00

Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurð á Lalla Meryem Cup 2019

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL tekur þátt í LET mótinu Lalla Meryem Cup.

Mótið fer fram á bláa vellinum, í Royal Dar Es Salam, í Marokkó, dagana 25.-28. apríl 2019.

Hún komst í gegnum niðurskurð, sem er algjörlega frábært!!!

Valdís Þóra er búin að spila á samtals 7 yfir pari (76 77) og það var það sem þurfti – niðurskurðurinn miðaður við 7 yfir pari eða betra!!!

Sem stendur er Valdís Þóra T-56.

Eftir 2. dag er það spænski kylfingurinn Nuria Iturrios sem er í efsta sæti á samtals 7 undir pari (68 71).

Til þess að sjá stöðuna á Lalla Meryem SMELLIÐ HÉR: