Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2018 | 22:00

Valdís Þóra komst ekki g. niðurskurð – Anne Van Dam sigraði á Andalucia Open

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tók þátt í Andalucia Open de España, sem fram fer á La Quinta Golf & Country Club, dagana 22. – 25. nóvember.

Hún kláraði í gær, laugardagsmorguninn  2. hring, en leik var frestað vegna myrkurs, föstudagskvöldið.

Valdís Þóra lék á samtals 10 yfir pari, 152 höggum (76 76).

Niðurskurður var miðaður við 5 yfir pari eða betur eftir 2 hringi og var Valdís Þóra því 5 höggum frá því að ná niðurskurði

Sigurvegari mótsins var hollenska stúlkan Anne Van Dam, en hún lék á samtals 13 undir pari, 267 höggum (68 67 66 70).

Anne Van Dam

Í 2. sæti varð síðan spænski kylfingurinn Azahara Muñoz á samtals 10 undir pari og í 3. sæti skoska golf- drottningin Catriona Matthews á samtals 6 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á La Quinta að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: