Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2017 | 07:00

Valdís Þóra gefur ungum kylfingum á Selfossi góð ráð

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni lagði af stað til Ástralíu á föstudaginn s.l., 3. febrúar 2017, en hún keppir á sínu fyrsta LET móti í næstu viku.

Valdís Þóra hefur undirbúið sig af krafti hér á landi á undanförnum vikum undir handleiðslu Hlyns Hjartarsonar PGA kennara hjá GOS.

Valdís Þóra er þriðja íslenska konan sem tryggir sér keppnisrétt á sterkustu mótaröð Evrópu í kvennaflokki. Hún fylgir þar með í fótspor Ólafar Maríu Jónsdóttur og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur.

Valdís hitti í vikunni unga og efnilega kylfinga á æfingu hjá Golfklúbbi Selfoss.

Þar gaf hún þeim góð ráð varðandi golfíþróttina og höfðu ungu kylfingarnir mikinn áhuga á að fá upplýsingar og ráð frá atvinnukylfingnum Valdísi Þóru.

Heimild: GSÍ