Valdís Þóra á góðar minningar frá Bonville – hefur leik kl. 01:50 í nótt
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefur leik aðfaranótt fimmtudagsins 21. febrúar á LET, Evrópumótaröð kvenna.
Leikið er í Ástralíu á Bonville en þaðan á Valdís Þóra góðar minningar. Hún náði sínum besta árangri á LET Evrópumótaröðinni á þessu móti fyrir ári síðan, þar sem hún endaði í þriðja sæti.
Það er jafnframt besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á atvinnumótaröð í efsta styrkleikaflokki.
Valdís Þóra hefur leik kl. 01.50 aðfaranótt fimmtudags að íslenskum tíma eða 12:50 að staðartíma í Ástralíu. Hún hefur síðan leik á öðrum keppnisdegi kl. 20:40 að íslenskum tíma fimmtudaginn 21. febrúar eða 07:40 að staðartíma í Ástralíu.
Á facebook síðu sína skrifaði Valdís Þóra:
„Góðan daginn,
Næsta mót byrjar á morgun og ég á rástíma kl 12:50 (01:50 isl tíma) af fyrsta teig. Við erum að spila á Bonville Golf Resort rétt fyrir utan Coffs Harbour og völlurinn er einn minn uppáhalds í Ástralíu. Hrikalega flottur völlur! Á föstudaginn á ég svo rástíma kl 7:40 (20:40 ISL tíma) af 9unda teig.
Ég hlakka til að byrja á morgun. Þið getið fylgst með skorunum á www.ladieseuropeantour.com„
Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
