Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2016 | 11:00

LET Access: Valdís Þóra á 70 á 2. hring!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er líklega komin í gegnum niðurskurð á Elisenfarm Ladies Open.

Hún lék 2. hring Elisenfarm golfvallarins á 2 undir pari, 70 höggum.

Samtals er Valdís Þóra því búin að spila á sléttu pari, 144 höggum (74 70) og er líklega komin í gegnum niðurskurð, en hann er miðaður við 1 yfir pari eða betra sem stendur.

Margar eiga þó eftir að ljúka hringjum sínum og því ekki hægt að gera annað en að fylgjast með gengi annarra keppenda á Elisenfarm.

Efst sem stendur er Stacey Keating sem kom í hús á glæsilegum 66 höggum og er samtals á 6 undir pari, 138 höggum (72 66).

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Stacey með því að SMELLA HÉR: 

Fylgjast má með stöðu mála á Elisenfarm Ladies Open með því að SMELLA HÉR: