Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2016 | 10:25

Valdís á 74 e. 1. dag Drøbak Ladies Open

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tekur þátt í Drøbak Ladies Open, sem er hluti af LET Access mótaröðinni.

Mótið stendur dagana 11.-13. ágúst 2016 og lýkur því á morgun. Leikið er rétt utan við Oslo í Noregi.

Valdís Þóra lék 1. hring á 4 yfir pari, 74 höggum – fékk 1 fugl, 13 pör, 3 skolla og 1 skramba.

Það er vonandi að Valdís Þóra nái að komast í gegnum niðurskurð, en hann er sem stendur miðaður við 1 yfir pari og því erfiður 2. hringur framundan hjá Valdísi og vonandi að allt gangi að óskum.

Valdís á rástíma kl. 14:40 að norskum tíma í dag (12:40 að íslenskum tíma).

Til þess að sjá stöðuna á Drøbak Ladies Open SMELLIÐ HÉR: