Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2015 | 20:00

Valdís á 68 og Ólafía á 69 e. 2. dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, taka þátt Larvik Ladies Open, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.

Mótið fer fram í Larvik golfklúbbnum í Larvík, Noregi 11.-13. ágúst 2015.

Valdís Þóra hefir leikið á samtals 2 undir pari (74 68) og er T-13.

Ólafía Þórunn hefir leikið á samtals sléttu pari, 144 höggum (75 69) og er T-19.

Fylgjast má með stöðunni á Larvik Ladies Open með því að SMELLA HÉR: