Val Tom Watson
Tom Watson tilkynnti nú rétt í þessu hvaða kylfingar væru val hans, sem fyrirliða Ryder bikars liðs Bandaríkjanna í lið sitt.
Kylfingarnir sem Watson valdi eru Keegan Bradley, Hunter Mahan og Webb Simpson.
Watson sagðist m.a velja Bradley vegna högglengdar hans, ástríðu og þess að hann spilar vel í liðstvennd með Phil Mickelson. Bradley sagði að hann hefði skilið ef Watson hefði ekki valið hann vegna þess að svo margir frábærir bandarískir kylfingar eru nú í framboði. En eftir að Watson hefði hringt hefðu mánuðir, ár af áhyggjum verið létt af sér. Bradley er nr. 23 á heimslistanum.
Watson nefndi næst Hunter Mahan. Watson sagði Mahan einstaklega góðan í holukeppni. Hann sagði Mahan ekki bara þekkja völlinn heldur líka mótherja sinn. Eins sagði Watson Mahan slá boltann vel og vera þann leikmann, sem er bestur í GÍR (þ.e. að vera inni á flöt í tilætluðum höggafjölda). Mahan sagðist hafa verið taugaóstyrkur, því það væru svo mikið af góðum bandarískum kylfingum. Mahan sagði að miklum þunga hefði verið lyft af öxlum sér og sér hefði fundist hann loks getað andað og sofið aftur eftir að honum var tilkynnt að hann væri í liðinu.
Loks nefndi Watson, Webb Simpson. Watson sagðist hafa valið hann eftir að hann leit á tölfræði frá Ryder bikars keppninni 2012. Eins hefði Simpson hæfileikann til þess að ná mjög lágum skorum. Simpson sagði að símatalið frá Watson hefði verið eitt það besta, sem hann hefði fengið.
Lið Bandaríkjanna mætir liði Evrópu á Centenary vellinum í Gleneagles, Skotlandi nú síðar í mánuðnum, nánar tiltekið 23.-28. september.
Lið Evrópu er skipað eftirfarandi kylfingum:
Rory McIlroy
Henrik Stenson
Victor Dubuisson
Jamie Donaldsson
Sergio Garcia
Justin Rose
Thomas Björn
Martin Kaymer
Graeme McDowell
Stephen Gallacher
Ian Poulter
Lee Westwood
Lið Bandaríkjanna er skipað eftirfarandi leikmönnum:
Bubba Watson
Rickie Fowler
Jim Furyk
Jimmy Walker
Phil Mickelson
Matt Kuchar
Jordan Spieth
Patrick Reed
Zach Jonson
Keegan Bradley
Hunter Mahan
Webb Simpson
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
