Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2011 | 21:00

USGA minnist þess að 100 ár eru liðin frá því að forgjafarkerfið var tekið upp – 4. grein af 4

Um miðbik 8. áratugar síðustu aldar hafði forgjafarkerfi USGA vaxið og þróast þannig að það var eftirlitsaðili fjölda golfvalla og kylfinga. Þrátt fyrir breytingar áratugina þar áður átti eftir að leysa úr tveimur atriðum: ófullkomleika vallarmatsins og færanleika (ens.: portability) forgjafarinnar.

Til þess að fræðast meira um forgjöfina, golfreglurnar eða aðra starfsemi bandaríska golfsambandsins, USGA, smellið HÉR:

Aðalatriðið var að vallarmatið, sem byggist að meginstefnu á lengd og á að endurspegla hæfileika scratch kylfings, sagði ekkert um hvernig völlurinn myndi vera spilaður af meðalkylfingi.

Tökum sem dæmi tvo golfvelli sem báðir eru 6.500 yarda að lengd. Fyrri völlurinn er flatur og opinn þannig búast má við að sérfræði- eða scratch kylfingurinn myndi koma inn á 70 höggum, það er vallarmat USGA. Vegna þess að engar hindranir eru á vellinum, er völlurinn nokkuð léttur fyrir alla kylfinga óháð hæfileikum.

Seinni golfvöllurinn er með þröngar brautir og hefir margar hindranir og vallarmat USGA er 74,1. Hvað sem öðru líður hafa hindranirnar mun meiri áhrif á meðal- eða skolla kylfinginn en scratch kylfinginn. Og því hærri sem forgjöfin er og því fleiri sem hindranirnar eða erfiðleikarnir á vellinum eru þeim mun hærri skor skilar háforgjafarkylfingurinn.

Hvað sem öðru leið þá gerði forgjafarkerfi USGA á þeim tíma ráð fyrir að  skor væri í réttu hlutfalli við forgjöf óháð því hversu erfiður völlurinn var. Þannig að kylfingur sem fékk 12 í forgjöf á erfiðum velli var betri kylfingur en kylfingur sem fékk 12 í forgjöf á auðveldari velli. Ef kylfingarnir hefðu spilað saman myndi leikurinn vera ósanngjarn, jafnvel þó að þeiru hefðu sömu forgjöf skv. forgjafarkerfi USGA.

Árið 1979 var setti USGA saman forgjafar rannsóknar teymi (ens. Handicap Research Team skammst. HRT) til að stúdera efnið og þróa aðferð til þess að sjá við þessum galla. Í teyminu voru Trygve Bogevold, Dean Knuth, Dr. Lucius Riccio, Dr. Fran Scheid, Lynn Smith, Dr. Clyne Soley, Dr. Richard Stroud og Frank Thomas. Hlutverk hópsins var að rannsaka og fínerisera marga þætti forgjafarkerfisins, þ.m.t. vallarmatið. Fyrsti starfsmaður USGA í fullu starfi, Knuth, varð yfirframkvæmdastjóri forgjafar frá árinu 1981.

Þremur árum síðar, var golfsamband Colorado, undir forystu HRT teymisliðsmannsins Dr. Byron Williamson, fyrsta golfsambandið til þess að prófa aðferð sem síðar gekk undir nafninu Slope System. Árið 1982 stóð golfsamband Colorado fyrir því að allir golfvellir innan þess voru metnir skv. þessum leiðbeiningum og ári síðar beitti sambandið nýju aðferðinnni við öll forgjafarferli.

Fimm önnur ríki tóku upp Slope kerfið 1984 og 1987 var USGA tilbúið til þess að kynna kerfið um öll Bandaríkin. USGA hóf ferlið með því að stofna USGA golfvallarmatsundirnefndina, en hlutverk þeirrar nefndar var að fínpússa golfvallarmatið. Í þessari undirnefnd áttu m.a. sæti félagar úr men´s and women´s Handicap Procedure Committees og formaður var Joe Luyckx úr golfsambandi Michigan.

Líkt og kerfið sjálft hafa nefndirnar tekið framförum. Árið 1998 varð undirnefndin að USGA nefnd; skipuð af USGA framkvæmdanefndinni (ens.: USGA Executive Committee) og eru félagar þeirra sjálfboðaliðar frá svæðisbundnum og ríkis golfsamböndum í Bandaríkjunum og um allan heim. Sex árum síðar, rann kvennforgjafarferlisnefndin (ens.: Women’s Handicap Procedure Committee ) saman við Forgjafarferlisnefndina (ens.: Handicap Procedure Committee.)

Slope kerfið er kannski stærsta breytingin sem kynnt hefir verið í sögu forgjafarkerfis USGA. Til viðbótar nýjum mælingum – skolla mati og slope mati – til þess að ákvarða erfiðleika golfvalla, þa voru kylfingar nú með forgjöf, sem breyttist í vallarforgjöf byggt á Slope kerfinu.

Tekið var tillit til lengdar vallar, en jafnframt 10 mismunandi hindrana og annarra einkenna; skolla matið setti fast skorið sem kylfingur með 20-24 í forgjöf væri líklegur til að spila völlinn á: meðaltal af betri helmingi hringja hans eða hennar. Slope kerfið mælir hversu brött línan er milli vallarmats USGA og skolla matsins; því erfiðari sem völlurinn er, því brattari er línan og hærri en Slope matið.

Kylfingur fær því forgjöf sem byggist á þessum formúlum, sem innleiðir þessa standarda. Það byggist á erfiðleikastuðli golfvallarins þannig að kylfingur með 16.8 í forgjöf gæti verið með vallarforgjöf frá 17 á velli með Slope mat 113 að 23 á velli með Slope mat 155.

Kerfið leysti líka vandann í sambandi við færanleika (forgjafar) sem hafði háð forgjöfinni í öld. Í fyrsta sinn gátu kylfingar sem komu sér upp forgjöf með því að spila á miserfiðum völlum spilað við aðra kylfinga á jafnréttisgrundvelli.

Það sem nákvæmt vallar- og skollamat eru kjarni Slope kerfisins, leggur USGA mikla áherslu á að fræða sjálfboðaliða, sem bjóða fram krafta sína til að meta velli fyrir svæðisbundin eða ríkisgolfsambönd, sem og reglusamtök á heimsvísu, sem byggja á forgjafarkerfi USGA. Frá árinu 1989 hefir USGA haldið vallarmats seminör og hefir boðið 4 manna teymum matsmanna til að tryggja að hver völlur hljóti sem nákvæmast mat.

 

Vöxtur forgjafarkerfisins

Eftir því sem golf hefir orðið vinsælla um allan heim, hefir USGA flutt út forgjafarkerfið til golfsambanda víðsvegar um heiminn. Þar að auki er nú auðveldari en nokkru sinni að fá forgjöf. En alveg eins og var á dögum Leighton Calkins þá er eftir sem áður aðeins hægt að fá forgjöf sem félagi í golfklúbb, þar sem eftirlit félaga með skori er enn mikilvægur þáttur forgjafar.

En hvað snertir forgjöf, þá hefir skilgreiningin á hvað er golfklúbbur þróast. Til viðbótar hefðbundnum klúbbum með golfvöllum, er nú hægt að stofna golfklúbba án valla, sem geta nýtt sér forgjafarkerfi USGA.

Vöxturinn hefir verið eftirtektarverður. Það eru nú næstum 19.000 löglegir golfklúbbar innan 88 golfsambanda og 24 alþjóðlegra sambanda sem hafa leyfi til að nota forgjafarkerfi USGA. Vallarmötin og Slope upplýsingagrunnurinn geyma meira en 69.000 möt á golfbrautum (tee ratings).

Eftir því sem golfleikurinn þróast þá rannsakar USGA stöðugt flókinheit USGA forgjafarkerfisins innan stofnana sem stofnaðar voru fyrir 100 árum. Á s.l. öld hefir kerfið haft að leiðarljósi lýðræðislegt ídeal: Sérhver kylfingur, án tillits til hæfileika, á að standa jafnvægis öðrum; þannig á kylfingur sem er með vallarmat 20 t.d. að geta spilað við scratch kylfing á jafnræðisgrundvelli. Og þessi meginregla jafnræðis birtist í framkvæmd á hverjum einasta degi á golfvöllum um öll Bandaríkin og um allan heim.

Þrátt fyrir allar breytingar sem gerðar hafa verið á forgjafarkerfi USGA, þá er einn þáttur sem er óbreyttur. Í næstum öld hefir forgjafarkerfi USGA verið að mæla raunverulega getu kylfings í stað þess að taka meðaltal skors hans. Byggt á rannsóknum HRT, þá er búist við að meðalkylfingur spili á forgjöf sinni aðeins í 25% tilvika.

Hluti af rökum fyrir þessari aðferðarfræði er að það gerir samkeppni jafna í mismunandi keppnisfyrirkomulögum. En það sem er jafnmikilvægt er að kerfið endurspeglar aðdráttarafl golfíþróttarinnar sem einstaklingsíþróttar. Í grunninn þá er allt sem maður þarfnast til þess að njóta leiksins: nokkrar kylfur, bolti og völlur til að spila á.

Í öllum einfaldleika sínum þá felst aðdráttaraflið líka í leitinni að hinu fullkomna höggi – lönguninni til að slá aðeins lengra, aðeins beinna. Þegar allt kemur til alls er golf leikur hæfni og USGA trúir því að það ætti alltaf að vera gulrót til að bæta leikinn.

Í 100 ár hefir forgjafarkerfi USGA veitt þessa hvatningu og veitt kylfingum grunn til að mæla með því framfarir sínar, frá höggi til höggs. Og svo mun verða um ókomin ár.“

Greinin er lausleg íslensk þýðing 4. hluti greinar eftir Hunki Yun, aðalblaðafulltrúa bandaríska golfsambandsins, en hinir hlutar greina hans hafa einnig birst hér á Golf 1.