Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2011 | 16:00

USGA minnist þess að 100 ár eru liðin frá því að forgjafarkerfið var tekið upp – 2. grein af 4.

Eftir að orðið „forgjöf” (ens.: handicapping”) festist í sessi í kringum 1870 þá fór hratt fjölgandi tilvitnununum í það ásamt jafnhliða vexti í fjölda golfvalla og kylfinga á Bretlandi og Írlandi seint á 19. öld. Vinsældir leiksins gerðu það erfitt fyrir klúbbfélaga að hafa eftirlit með forgjöf klúbbfélaga, þannig að margir klúbbar byrjuðu að taka upp stærðfræðilegar formúlur til þess að ákvarða forgjöf.

Vinsælasta aðferðin var að taka meðaltal af bestu 3 skorum yfir árið. Klúbburinn dró lægsta skorið frá meðaltalinu til þess að ákvarða forgjöfina.

Jafvel þó  3 -skora-meðaltalið myndaði grundvöll forgjafar um allt Skotland og England, þá hlaut aðferðin ekki almenna viðurkenningu eða stuðning. Mestu mótmælin komu frá miðlungsgóðum kylfingum, sem höfum breiðara svið af skorum en góðir kylfingar og höfðu mun minni möguleika á að endurtaka bestu skor sín.

Í eftirfarandi bréfi til bresks dagblaðs, sem birtist 29. október 1881, eru mótmæli háforgjafarkylfinga dregin saman: „Herrar: Ég óttast mjög að kerfi forgjafar sé þannig að í hæsta móti ósennilegt sé að nokkur nema bestu kylfingar sigri.“

Á þessu tímabili urðu líka mót meðal félaga ólíkra golfklúbba vinsælli. Kylfingar kepptu nú gegn óþekktum kylfingum og ekki var hægt að ganga úr skugga um getu þeirra með einföldum hætti. Skortur á gegnumsæi leiddi líka til krafna um framkvæmdaraðila, sem hefði með höndum einsleitt, alþjóðlega viðurkennt forgjafarkerfi. Annað bréf, frá 10. september 1887, sýnir þetta með skýrum hætti:

„Ég get ekki annað en hugsað hversu ákjósanlegt það væri ef það væri miðstjórnarkerfi fyrir golfíþróttina bæði í Englandi og Skotlandi, alveg eins og það sem er til staðar í krullu í Skotlandi. Ritari á fullum launum myndi hafa yfirumsjón með forgjöf hjá kylfingum ólíkra klúbba… og endurskoða hana (forgjöfina) með reglulegu millibili.“

Þriðja málefni þeirra tíma var flytjanleiki forgjafarinnar, þar sem kylfingar spiluðu meira og minna að heiman.  Árið 1891 skrifaði H.H. Turner:

„Einn af kostum sem almennt eru taldir upp með því að stofna golfsamnband er möguleikinn að veita kylfingum forgjöf, sem á við á öllum flötum. Ég ímynda mér að talan sé ekki sú sama í öllum tilvikum: 7 í Wimbledon er e.t.v. 9 í Sandwich. Kostir slíkrar einsleitni eru fjölmargir… það myndi vera mögulegt að veita kylfingum, sem heimsækja aðra velli forgjöf fljótt og á fullkominn hátt.“

Par, skolli og skratch

Í dag eru par og skolli hornsteinar í sérhverjum golforðaforða og eru notuð og skilin jafnvel af byrjendum í golfi. Parið er standardinn sem sérhver hola fær — og að mestu leyti ákvörðuð á grundvelli lengdar brautarinnar — og það er almennt viðurkennt að það sé fjöldi högga sem scratch eða sérfræðikylfingur þarf til þess að spila holuna undir venjulegum kringumstæðum. Skolli er einu höggi meira en par á hverri holu.

Í núverandi forgjafarkerfi USGA hafa par og skolli lítið að gera með þessar hefðbundnu skilgreiningar. Staðreyndin er sú að par er sjaldan notað, meðan scratch og skolli hafa sérstakar merkingar. Scratch kylfingur er sá leikmaður sem spilað getur golfvöll á forgjöf sem er O, meðan að skolla kylfingur er sá sem er með forgjöf 20 eða meira, skv. erfiðleikastuðli vallarins.

M.ö.o. scratch kylfingur sem spilar á forgjöf sinni kemur ekki nauðsynlega til með að spila á jöfnu pari á hring, meðan að skolla leikmaður sem spilar skv. forgjöf spilar að meðaltali 1 höggi yfir pari á 18 holum.

Þetta getur verið flókið. En þegar þessi 3 hugtök – scratch, par og skolli urðu algeng seint á 19. öld, þá voru kylfingar alveg eins ruglaðir en af annarri ástæðu: Þau höfðu öll svipaða merkingu, í því að mæla erfiðleika golfvallar.

Scratch markaði upphafspunkt í íþróttum 19. aldar eins og krikket, boxi og veðhlaupum og fjölda öðrum iþróttagreinum. Til þess að tilgreina upphafslínuna þá gerði hugtakið ráð fyrir ímyndaðri línu, þar sem keppendur höfðu engu bættari stöðu. Í golfi var scratch notað um standardinn sem væntst var að  sérfræðikylfingar spiluðu golfvelli á – sérfræðikylfingar =þeir sem þurftu engin aukahögg á völlinn.

Par er hugtak sem kom (inn í golfið) af fjármálamarkaðnum, til þess að tilgreina, rétt, venjulegt verð fyrir hlutabréf. Fyrsta tilvitnunin til par í golfi er frá árinu 1870, í grein eftir A.H. Doleman, í bresku tímariti sem hét Golf. Fyrir Opna breska í Prestwick, spurði Doleman Davie Strath og Jamie Anderson hvað þeir héldu að yrði vinningsskorið þetta árið. Þeir svöruðu á ákjósanlegur hringur á 12 holu vellinum væri skor upp á 49.

Doleman skrifaði að þessi tala væri par skorið á Prestwick. í 36 holu mótinu var skor Tom Morris yngri 149, sem var 2 höggum yfir pari. (Strath deildi 2. sætinu, 12 höggum á eftir Morris). Á næstu árum fékk hugtakið par útbreiðslu til þess að tilgreina standarinn á villufríum hring.

Seint á 19. öldinni tóku breskir kylfingar fram fyrir annað hugtak – skolla – sem einkenni fullkomins hrings. Áratugum áður en Bob Jones háði baráttu við „Old Man Par“ þá var til vinsælt lag um „Bogey Man“, skuggalega veru sem faldi sig í skugganum. Nafnið færðist brátt yfir á skor sem góður kylfingur gæti hugsanlega fengið á holu og kylfingar mátu getu sína við skolla standardinn. Þessir hornsteinar voru ákvarðaðir af klúbbunum sjálfum og kríterían breyttist frá einum velli til annars.

Þegar golf varð vinsælli í Bandaríkjunum þarsíðustu aldamót varð parið ofan á og viðurkenndur standard á hverri holu fyrir sérfræðikylfinga, meðan skolli hlaut merkinguna 1 högg yfir (þ.e. lakara en par). Á þeim tíma voru par gildin aðallega ákvörðuð skv. lengd braut, þ.e. á eftirfarandi máta:

Par 3 (allt að 200 yördum þ.e. 183 metra)

Par 3 (allt að 201 -250 yördum þ.e. 184- 229 metra)

Par 4 (allt að 251 -375 yördum þe. 230-411  metra)

Par 4 (allt að 344-450 yördum þ.e. 315-412 metra)

Par 5 (allt að 451 -500 yördum, þ.e. 412-457 metra )

Par 5 (allt að 501-550 yördum, þ.e. 458-503 metra)

Par 6 (551 yarda og lengri þ.e. 504 metra og lengri)