Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2015 | 12:00

US Women´s Open hefst í dag – Fylgist með hér!!!

Sjötugasta US Women´s Open m.ö.o. Opna bandaríska kvenrisamótið hefst í dag.  Það er Michelle Wie, sem á titil að verja.

Michelle Wie

Michelle Wie

Sú fyrsta sem sigraði á Opna bandaríska kvenrisamótinu var Patty Berg, en það var árið 1946.

Patty Berg

Patty Berg

Sjá má kynningu Golf 1 á Patty Berg með því að SMELLA HÉR: 

Yngsti sigurvegari mótsins er Inbee Park en þegar hún sigraði í mótinu 2008 var hún aðeins 19 ára, 11 mánaða og 18 daga. Babe Zaharias er elsti sigurvegarinn í mótinu en það var árið 1954 og þá var Babe  43 ára, 6 mánaða og þjáðist þar að auki orðið af krabbameini, sem dró hana til dauða.

Inbee Park

Inbee Park

Allir bestu kvenkylfingar heims eru samankomnir í Lancastar, Pennsylvaníu, en þar hófst mótið í dag kl. 6:45 að staðartíma eða m.ö.o. kl. 10:45 að okkar tíma hér heima á Íslandi.   Þetta er í 9. sinn sem mótið er haldið í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum.

Meðal keppenda eru nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park og nr. 2 Lydia Ko.

Ráshópar þeirra eru auðvitað sérlega áhugaverðir en Ko spilar fyrstu tvo hringina með Stacy Lewis og So Yeon Ryu; meðan Inbee spilar með Brittany Lincicome og Hyo Joo Kim.

Aðrir áhugaverðir ráshópar er ráshópur norsku frænku okkar Suzann Pettersen en hún spilar í ráshóp með Shanshan Feng og áströlsku golfdrottningunni Karrie Webb, en Webb er að taka þátt í 20. sinn í mótinu eða ráshópur Lexi Thompson, Cristie Kerr og Na Yeon Choi.

Sjá má alla ráshópa Opna bandaríska kvenrisamótsins US Women´s Open með því að SMELLA HÉR: 

Fylgjast má með gangi mála á Opna bandaríska kvenrisamótinu með því að SMELLA HÉR: