US Open 2014: Rory segir Kaymer ekki mega leggjast í vörn
Þýski fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Martin Kaymer, er að sýna stórglæsilegan leik á Opna bandaríska og sem stendur lítur út fyrir að hann mundi standa uppi sem sigurvegari ef fram heldur sem horfir.
Í hálfleik er hann á 10 undir pari, 130 höggum (65 65) og á 6 högg á þann sem næstur kemur… Brendon Todd.
Rory McIlroy, sem er 9 höggum á eftir Kaymer telur að Kaymer þurfi aðeins tvo hringi upp á slétt par til þess að ná titlinum, en telur að til þess að svo megi verða verði Kaymer að vera með báða fætur á jörðinni og spila skynsamlega.
„Ef ég væri Martin myndi ég vonandi hugsa um að ná 7 högga forystu og síðan 8 og 9,“ sagði Rory sem sigraði Opna bandaríska á Congressional með 8 högga mun á næsta keppanda og á heildarskori upp á 16 undir pari, sem er met. Tekst Kaymer að bæta met Rory?
En Rory virðist telja að ekki þýði að vera of skynsamur, og leggjast í vörn; í þessu tilviki sé sókn besta vörnin.
„Sérstaklega á golfvelli sem þessum (Pinehurst nr. 2) er ekki hægt að fara út og reyna að verja neitt“
„Maður verður að vera með báðar fætur á jörðinni og halda áfram. Ef honum líður vel hér og er að ná fuglum þá ætti það að vera það sem hann ætti að hugsa um.“
„Tíu undir par er ótrúlegt skor eftir 36 holur og ef hann getur haldið í 10 undir þá vinnur hann mótið,“ taldi Rory.
„Ég lærði það á Masters, þ.e. fyrir Congressional að ef maður fer í of mikla vörn, þá eyðileggur það.“ Rory var með 4 högga forystu á Masters fyrir lokahringinn 2011 en lauk keppni á 80. Af því finnst honum hann hafa lært að það þýði ekki að fara í vörn.
Aðspurður um hvernig hann mæti sigurlíkur sínar sagði Rory: „Ef ég á tvo aðra hringi upp á 68 (en hann lék á 2 undir pari, 68 á 2. hring) þá á ég möguleika. Með samtals 5 undir pari myndi ég vera ánægður í klúbbhúsinu.“
„Ef einhver hefði sagt með í byrjun vikunnar að ég myndi standa hér á 1 undir pari eftir 36 holur, þá myndi ég hafa þegið það.“
„Ég myndi hafa sagt „fullkomið, leyfið mér að spila helgina og sjáum hvað gerist.“
En 1 undir pari, bliknar auðvitað í samanburði við skor Kaymer upp á 10 undir pari.
En Rory er samt ánægður: „Ég er ánægður með hvar leikur minn er og það er nóg af golfi eftir. Þannig sjáum hvað gerist yfir helgina.“
Svona í lokin mætti geta þess að Kaymer hefir sagt í fyrri viðtölum að hann og Rory séu mjög ólíkir kylfingar. Rory reyni undantekningarlaust við pinnann og taki áhættu meðan; hann sé varkárari. Vitað er að Kaymer líður vel á eyðimerkurvöllum (sbr. 3 sigra hans í Abu Dhabi) þar sem er nóg af sandi, eins og á Pinehurst, þó varla sé Norður-Karólína í neinni eyðimörk; Kaymer er nákvæmur og þrumugóður púttari. Allt þetta er að skila honum árangrinum góða í Pinehurst og vonandi að framhald verði á! Besta ráðið er að hann haldi áfram að gera það sem hann hefir verið að gera undanfarna 2 daga og geri engar breytingar á – hann sé einfaldlega hann sjálfur!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
