Kenny Perry
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2014 | 22:00

US Open 2014: Elsti keppandinn með högg 3. hrings… glæsiörn!!! – Myndskeið

Kenny Perry, 53 ára er elsti keppandinn á Opna bandaríska 2014.

Hann hefir lokið 3. hring og er á samtals 7 yfir pari, 217 höggum (74 69 74).

Hann er sem stendur 42. sæti og ekkert að fara að vinna mótið, en hann átti þó högg 3. hrings á Opna bandaríska.

Hann fékk nefnilega glæsiörn á par-4 14. holuna á Pinehurst 2.

Til þess að sjá glæsiörn Kenny Perry SMELLIÐ HÉR: