F.v.: Ólafía Þórunn og Valdís Þóra. Mynd: Tinna Jóhannsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2019 | 18:00

Úrtökumót f. LPGA: Ólafía og Valdís komust ekki á lokaúrtökumótið

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttur komust hvorugar á lokaúrtökumót LPGA.

Þær hafa nú lokið keppni á fyrra stigi úrtökumóts fyrir LPGA mótaröðina, en mótið fór fram í Venice, Flórída 14.-17. október og lauk því í dag.

Efstu 40 fóru áfram á lokaúrtökumótið.

Ólafía Þórunn varð T-96 – lék á samtals 4 yfir pari, 292 höggum (74 75 72 71).

Valdís Þóra varð T-124 – lék á samtals 8 yfir pari, 296 höggum (75 76 74 71).

Það þurfti að spila á samtals 4 undir pari til þess að komast á lokaúrtökumótið.

Sigurvegarar úrtökumótsins urðu bandaríski kylfingurinn Sierra Brooks og þýski kylfingurinn Olivia Cowan, en þær léku báðar á 13 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna á úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: