Valdís og Ólafía Golf
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2019 | 18:00

Úrtökumót f. LPGA: Ólafía og Valdís hafa lokið 2. hring

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, taka þátt í 2. stigs úrtökumóti fyrir LPGA mótaröðina (ens: 2019 LPGA and SYMETRA TOUR Qualifying Tournament Stage 2).

Þátttakendur í mótinu eru 185 og mótsstaður er Venice, Flórída. Mótið fer fram 14.-17. október 2019.

Afmæliskylfingur dagsins hér á Golf 1, Ólafía Þórunn, hefir spilað á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (74 75) og er T-133 eftir 2. keppnisdag, þegar mótið er hálfnað.

Valdís Þóra hefir spilað á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (75 76) og er T-155.

Efstar í hálfleik eru þýski kylfingurinn Esther Henseleit og kínverski kylfingurinn Yan Liu, en þær hafa spilað á samtals 9 undir pari, 135 höggum; báðar (68 67).

Sjá má stöðuna á úrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina með því að SMELLA HÉR: