Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2020 | 15:00

Úrtökumót f. LET 2020: Guðrún Brá T-14 e. 3. dag

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tekur þátt í lokaúrtökumótinu fyrir LET.

Nú eru bara eftir 2 hringir og eftir þá ræðst hvort Guðrún Brá verður meðal þeirra 20 sem fá fullan spilarétt á mótaröð bestu kvenkylfinga í Evrópu, Ladies European Tour, oft skammstöfuð LET.

Spilað er á tveimur völlum La Manga golfsvæðisins í Cartagena, Murcia á Spáni: Norður- og Suðurvöllunum. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á La Manga með því að SMELLA HÉR: 

Í dag lék Guðrún Brá versta hring sinn í mótinu, en hann lék hún á Norðurvellinum; lék á 3 yfir pari, 74 höggum. Á hringnum fékk hún 1 skolla og 1 tvöfaldan skolla; allt hitt pör.

Samtals er Guðrún Brá búin að spila á 1 yfir pari, 216 höggum (73 69 74) og er T-14 og því enn „inni“ á LET.

Guðrúnu Brá hefir gengið mun betur með Suðurvöllinn og það er sá völlur sem hún fær að spila á morgun og vonandi gengur betur þá, en eftir hringinn á morgun verður skorið niður.

Í efsta sæti eftir 3. dag er enski kylfingurinn Alice Hewson, sem spilað hefir á 3 undir pari, 214 höggum (76 68 70); en þess skal geta að Hewson hefir tvívegis leikið Suðurvöllinn, sem er par-73.

Sjá má stöðuna á lokaúrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: