Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Björgvin Sigurbergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2020 | 14:00

Úrtökumót f. LET 2020: Guðrún Brá T-10 og komin í gegnum niðurskurð!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, nálgast markmið sitt um sæti á LET.

Hún spilaði 4. hring á parinu; fékk fugl og skolla bæði á fyrri og seinni 9, á 4. hring.

Samtals er Guðrún Brá búin að spila á samtals 1 yfir pari, 289 höggum (73 69 74 73).

Guðrún er T-10 eftir 4. hring og komst í gegnum niðurskurð, en aðeins 60 efstu fá að spila lokahringinn á morgun þar sem ræðst hvaða 20 efstu fá fullan spilarétt á LET.

Stórglæsilegt hjá Guðrúnu Brá!!! En það er einn stressandi hringur eftir. Vonandi gengur allt eins og hingað til hjá Guðrúnu Brá!!!

Í efsta sæti á lokaúrtökumótinu fyrir lokahringinn eru Amy Boulden frá Wales og Alison Muirhead frá Skotlandi en þær hafa spilað á samtals 5 undir pari, hvor.

Sjá má stöðuna á lokaúrtökumótinu eftir 4. hring með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Björgvin Sigurbergsson