Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2020 | 11:30

Úrtökumót f. LET 2020: Guðrún Brá á +3 e. fyrri 9 á 3. hring

Norðurvöllurinn á La Manga svæðinu ætlar að reynast Guðrún Brá Björgvinsdóttur, GK, erfiður ljár í þúfu.

Hún hefir spilað fyrri 9 holur vallarins á 3 yfir pari; fékk skolla á par-3, 4. holuna og því miður tvöfaldan skolla á par-4, 5. holuna.  Tvö þung högg í röð en Guðrúnu Brá tókst að halda jafnvægi og ljúka fyrri 9, með því að fá par á 7. 8. og 9. holurnar.   +3 niðurstaðan eftir fyrri 9 á 3. hring.

Það er vonandi að seinni 9 spilist aðeins bestur og henni takist að taka þetta aðeins aftur.

Sem stendur rokkar Guðrún Brá milli þess að vera í 15. og 16. sætinu og hefir því farið niður um 11-12 sæti frá gærdeginum, þegar hún spilaði Suður-völlinn, sem henni virðist ganga betur með.

Skorið er niður eftir morgundaginn, en spilaðir eru 5 hringir í mótinu.

Aðeins 20 efstu fá fastan spilarétt á LET … og þar á Guðrún Brá heima, meðal þeirra bestu í Evrópu!!!

Fylgjast má með Guðrúnu Brá á lokaúrtökumótinu á stigatöflu með því að SMELLA HÉR: