Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2019 | 22:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Haraldur í 4. sæti!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR, varð í dag í 4. sæti á 1. stigs úrtökumótinu fyrir Evróputúrinn, í Erbreichsdorf í Austurríki.

Þátttakendur í mótinu voru 100 og 20 efstu sem komust áfram á 2. stigið og Haraldur Franklín þar á meðal!!!

Hann lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (68 66 67 72).

Stórglæsilegt hjá Haraldi Franklín!!!

Sjá má lokastöðuna á úrtökumótinu í Erbreichsdorf í Austurríki, með því að SMELLA HÉR: