Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2019 | 17:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Dagbjartur T-21 e. 3. dag – Haraldur T-2 e. 2. dag

GR-ingarnir Dagbjartur Sigurbrandsson og Haraldur Franklín Magnús spila báðir á úrtökumótum fyrir Evróputúrinn í gær.

Dagbjartur lék 3. hring sinn á Stoke by Nayland úrtökumótinu, í Englandi, á 68 glæsihöggum og er samtals  búinn að spila á 1 undir pari, 212 höggum (75 69 68) eftir 3. dag.

Á 3. hring sínum fékk Dagbjartur 4 fugla og 1 skolla; lék því á 3 undir pari . Við þetta færðist hann enn upp skortöfluna og er nú T-21 þ.e. deilir 21. sætinu með 3 öðrum kylfingum.

Þátttakendur eru 93 í mótinu og 20% eða um 18 fari upp á 2. stig úrtökumótsins.

Nú er bara að vona að Dagbjartur spili áfram svona lokahringinn og komist á 2. stigið!!!

Sjá má stöðuna á úrtökumóti Dagbjarts með því að SMELLA HÉR:

_________________________________________________________________

Haraldur Franklín Magnús lék 2. hring sinn á Ebreichsdorf úrtökumótinu í Austurríki.

Hann lék á 6 undir pari, 66 höggum og er T-2 eftir 2. dag. Frábært!!! Á hringnum stórglæsilega í dag fékk Haraldur Franklín 7 fugla og 1 skolla.

Samtals er Haraldur Franklín búinn að spila á 10 undir pari, 134 höggum (68 66).

Þátttakendur eru 100 í mótinu og má búast við að 20 efstu nái inná 2. stigið. Miðað við þetta er Haraldur í góðum málum og vonandi að framhald verði á.

Sjá má stöðuna á úrtökumóti Haraldar Franklíns í Ebreichsdorf með því að SMELLA HÉR:

Í aðalmyndaglugga: Dagbjartur Sigurbrandsson t.v.; Haraldur Franklín Magnús t.h. Mynd: GSÍ