Dagbjartur Sigurbrandsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2019 | 06:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Dagbjartur á 75 1. dag!

Dagbjartur Sigurbrandsson GR hóf leik í gær í úrtökumóti fyrir Evróputúrinn.

Mótið fer fram á Stoke by Nayland Hotel Golf & Spa, í Stoke, Englandi, dagana 17.-20. september.

Dagbjartur lék 1. hringinn á 4 yfir pari 75 höggum; fékk 2 fugla, 4 skolla og einn tvöfaldan skolla.

Hann er T-61 af 93 keppendum eftir 1. dag.

U.þ.b. 20% keppenda ná inn á 2. stig úrtökumótsins þannig að gera má ráð fyrir að um 18 efstu fari áfram.

Fylgjast má með gengi Dagbjarts og skorinu á úrtökumótinu í Stoke með því að SMELLA HÉR: