Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2019 | 00:01

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Aron úr leik í Svíþjóð

Aron Bjarki Bergsson, GKG, tók þátt í úrtökumóti fyrir Evróputúrinn, sem fór fram í Arlandastad, Rosberg í Svíþjóð, dagana 10.-13. september sl.

Aron Bjarki lék á samtals 8 yfir pari, 218 höggum (70 75 73).

Hann var 1 höggi frá því að ná niðurskurði, sem miðaður var við samtals 7 yfir pari eða betra.

Aron Bjarki komst því miður ekki áfram á 2. stig úrtökumótsins og er úr leik.

Aron Bjarki er 23 ára og hefir verið búsettur í Gautaborg, Svíþjóð allt sitt líf; en er samt Íslendingur, spilar undir íslenskum fána og hér á landi hefir hann m.a. keppt á Íslandsmótinu fyrir GKG (2016).

Sjá má lokastöðuna á úrtökumótinu í Svíþjóð með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Aron Bjarki Bergsson. Mynd: seth@golf.is