Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2016 | 22:00

Úrtökumót Nordic Golf: Axel bestur af Íslendingunum e. 1. dag – 69 högg!!!

Í dag hófst lokaúrtökumót fyrir Nordic Golf mótaröðina þar sem 4 íslenskir kylfingar berjast um keppnisrétt en 25 efstu í mótinu hljóta fullan keppnisrétt á mótaröðinni.

Íslendingarnir 4 sem þátt taka eru: Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson,GK; Björn Óskar Guðjónsson, GM og Haraldur Franklín Magnús, GR.

Eftir 1. hring hefir Axel Bóasson staðið sig best af Íslendingum en hann lék á 3 undir pari vallar, 69 glæsilegum höggum!  Hann er T-12 eftir 1. dag.

Hinir hafa eru í eftirfarandi sætum eftir 1. dag:

T-19 Andri Þór Björnsson, 1 undir pari, 71 högg.
T-47 Haraldur Franklín Magnús, 1 yfir pari, 73 högg.
T-85 Björn Óskar Guðjónsson, 6 yfir pari 78 högg.

Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: